Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Page 77

Sagnir - 01.04.1986, Page 77
Verkfallið 1955 Verkíallsvarsla. Verkfallsverðir hafa séð ástœðu til að stöðua þennan flutningabíl. Guðmundur J. Guðmundsson er hér íforsvari fgrír uerkfallsvörðum eins og suo oft áður í þessu uerkfalli. boðað verkfall kæmi ekki til fram- kvæmda fyrr en í fyrsta lagi eftir 60 daga og ef vel væri haldið á málum, væri hægt að leysa deiluna fyrir þann tíma. Verkfall 18. mars 1955 skall verkfallið á og tóku í upphafi 7300 manns þátt í því. Voru það verkalýðsfélög í Reykjavík og Hafnarfirði sem fyrst lögðu niður vinnu.14 Verkfallsstjórnin tók þá ákvörðun í upphafi verkfallsins að stöðva ekki mjólkurflutninga til Reykjavíkur. Var sú ákvörðun vinsæl meðal almennings. í samræmi við þessa ákvörðun afboðuðu mjólkur- fræðingar og starfsfólk í mjólkurbúð- um verkfall.15 Fyrstu dagana leit út fyrir að verk- falliö yrði skammvinnt. Atvinnurek- endur buðu 7% kjarabætur. Það til- boð stóð þó ekki lengi og var dregið til baka. Ríkisstjórnin tilkynnti sátta- nefnd á þriðja degi verkfallsins, að hún hefði „ekkert til málanna að leggja við lausn deilunnar".16 Eftir þá yfirlýsingu var Ijóst að deilan var kom- in í hnút. Hér reyndi á, hvor aðilinn væri betur skipulagður í langar að- gerðir. Var Ijóst frá upphafi að verk- fallið var svo til algert; eining verka- fólks náði þvert á allar pólitískar skoðanir.17 Eggert Þorbjarnarson ritar um þær aðferðir sem ofstækisfullir atvinnu- rekendur og stuðningsmenn þeirra beittu í verkfallinu í grein í Vinnan og verkalýðurinn. Hann skiptir þeim að- gerðum í þrennt: í fyrsta lagi sú stefna þeirra að knýja verkfallsmenn til ósigurs með löngu verkfalli og horfa ekki í stundarhagsmuni. í öðru lagi með áróðri í því skyni að sundra verk- fallsmönnum. Að þessu leyti var skipulögð hatrömm áróðursherferð gegn fagfélögum og meðlimum þeirra og látið heita svo, að samn- ingar strönduðu á þeim. í þriðja lagi reyndu þeir að brjóta verkfallið á bak aftur með „skipulagningu verk- fallsbrota“.18 „Leningrad“ blandast í málið Það var á sviði verkfallsbrota sem fylkingunum tveimur laust saman. Þau fyrirtæki og einstaklingar sem beittu sér fyrir verkfallsbrotum voru fyrirlitin af almenningi. Einkum var olíufélögunum beitt af mikilli heift gegn verkfallsmönnum. Þegar fyrstu verkfallsnóttina var gerð tilraun til þess að lauma olíu á land í Örfirisey og til átaka kom fyrsta verkfallskvöld- ið, er landað var olíu í birgðastöð B.P. í Laugarnesi.19 Þennan óróa olíufélaganna má rekjatil þess að tvö olíuskip biðu afgreiðslu og var dýr hver sólarhringur sem þau voru látin bíða. „Sagt var að sú upphæð hafi numið 60 þúsund krónum á dag á hvort skip.“20 Olíufélögin notuðu til verkfallsbrota flutningaskipin Skeljung og Litlafell. Voru þau í látlausum flutningum uns Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður verkfallsnefndar Dagsbrúnar, og Magnús Þ. Bjarnason, ritari A.S.I., stöðvuðu þá flutninga. Hannibal Valdimarsson, forseti A.S.I., taldi þá hafa stöðvað þá flutninga með „karl- mannlegum og djarfmannlegum að- gerðum".21 Olíuskipin, sem biðu afgreiðslu, voru frá Ítalíu og Sovétríkjunum. Sovéska skipið, Leningrad, lá inni á Kollafirði og beið þar affermingar. Fréttist að Skeljungur og Litlafell hefðu siglt þangað til þess að ná sér í olíu. Guðmundur J. Guðmundsson SAQMIR 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.