Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Side 78

Sagnir - 01.04.1986, Side 78
Verkfallið 1955 fékk þá leigt skipið Kveldúlf og sendi sex verkfallsmenn út í Leningrad. Voru verkfallsverðir með bréf frá Hannibal Valdimarssyni sem birt er hér á síðunni. Kveldúlfur lagðist að hlið Lenin- grads og stigu verkfallsverðirnir um borð. Björn Bjarnason í Iðju hafði orð fyrir verkfallsmönnum og var vísaö til skipstjórans sem tók þeim með mestu Ijúfmennsku. Þegar Björn haföi skýrt fyrir honum erindið og málavexti svaraði skipstjórinn því til að hann ætlaði sér ekki að gerast verkfalls- brjótur á íslandi. Sendi hann tvo menn í land til að ganga frá skips- skjölum vegna brottfarar og bjóst við að létta akkerum þennan sama dag og sigla.23 Við ítalska olíuskipið var stöðug verkfallsvakt frá Reykjavík, en það lá í Hvalfirði. Skipið vará verkfallssvæði verkamannafélagsins Harðar í Hval- firði. Ekki tókst verkfallsmönnum að ná í stjórn félagsins og félagar í Heröi höfðu reynt verkfallsbrot. Voru því menn úr Reykjavík allt verkfallið í Hvalfirði.24 24. mars boðuðu svo verkalýðsfé- lögin á Akureyri og Siglufirði verkfall frá 1. apríl.25 Þegar hér var komið sögu, fór að bresta samstaða meðal atvinnurek- enda. í Hafnarfirði var bæjarstjórn- armeirihlutinn skipaður fulltrúum úr Alþýðuflokknum og Sósíalistaflokkn- um.26 Gengu þeir til samninga þann 26. mars við verkalýðsfélögin á staðnum, fyrir fyrirtækin í eigu bæjar- ins. Önnur fyrirtæki í bænum gerðust aðilar að því samkomulagi. Þetta var illa séð hjá öðrum vinnuveitendum og svöruðu olíufélögin fyrir þeirra hönd með því að stöðva bensín- og olíu- flutninga til Hafnarfjarðar.27 Þannig var olíufélögunum beitt sem grjótpáli á verkfallsmenn. Þessar aðgerðir olíufélaganna þóttu ærið vafasamar og Einar Ol- geirsson sagði þegar olíufélögin neit- uðu að selja Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar olíu: „Þeir neituðu að selja togurunum olíu, olíu sem ríkisstjórn íslands kaupir til landsins fyrir fiskinn sem togararnir framleiða."28 Fjársöfnun og alþjóðahyggja Þegar í fyrstu viku verkfallsins var farið að úthluta úr verkfallssjóði Dagsbrúnar. Allir félagar í Dagsbrún áttu rétt til úthlutunar. Mun aðeins lítill hluti félaganna hafa nýtt sér þann rétt til að byrja með. Þegar verkfallið dróst á langinn og skorts tók að gæta á verkamannaheimilum var gripið til þess ráðs að koma á laggirnar fjár- söfnunarnefnd á vegum A.S.Í. í hana voru kosin Sigríður Hannesdóttir, Eggert Þorbjarnarson og Óskar Hall- grímsson. Var sent út ávarp um söfnunina um landið. Viöbrögð verka- lýðsfélaganna og einstaklinga voru undraverð. Söfnuðust hátt í 600 þús- und krónur, sem var mikið.29 Tryggvi Emilsson lýsir þeim sam- einingaranda sem ríkti varðandi gjafir í verkfallssjóðinn: Tveir kunningjar mínir í Blesugróf voru að vinna úti á landi þegar verkfallið skall á og voru ekki ánægðir með að vera að vinna í verkfalli síns félags. Allir fengu þeir mér í hendur tvö hundruð krónur hver í verkfallssjóðinn og tóku síð- an við að standa verkfallsvakt.30 Ekki var aðeins leitað aðstoðar innanlands. A.S.Í. sendi þegar í upp- hafi skeyti til erlendra verkalýðs- sambanda, þar sem farið var fram á stöðvun á íslenskum skipum og flug- vélum, ef tilraun væri gerð til verk- fallsbrota. Bárust svarskeyti frá mörg- um verkalýðssamböndum þar sem beiðni A.S.Í. var samþykkt. Verka- lýðssambönd í Noregi, Danmörku og Svíþjóð sýndu einnig stuðning sinn í verki meö því að senda rausnarlegar fjárhæðir til styrktar verkfallsbarátt- unni. Hannibal Valdimarsson vill þakka þennan fjárstuðning Alfred Skar, rit- stjóra frá Arbeiderens faglige Lands- organisasjon í Noregi, en hann kom til landsins í verkfallinu og kynnti sér gang þess.31 Herra skipstjóri, Olíuskipinu Leningrad, Reykjavíkurhöfn. Alþýðusamband íslands vill hér með tilkynna yður, að hér á landi er nú mjög víðtækt verkfall og að íslenzku skipin Skeljungur og Litlafell eru verkfallsbrjótar, sem lýstir hafa verið í afgreiðslubann. Þess vegna teljum vér oss skylt, að senda yður þá aðvörun, að ef áðurnefnd skip verða lestuð enn á ný frá skipi yðar, eftir þau verkfallsbrot, sem þau hafa nú framið, þá mun Alþýðusamband íslands ekki sjá sér annaö fært en að tilkynna erlendum alþjóðasamtökum verkamanna, að skip yðar hafi blandað sér í verkfallið á íslandi, og myndi Alþýðusambandið því biðja um að skip yðar verði sett í bann og neitað um afgreiðslu í erlendum höfnum. Það eru því vinsamleg tilmæli vortil yðar, að þértilkynnið Olíufélag- inu, að þér hafið fengið þessa aðvörun og getið ekki tekið á yður eða skip yðar afleiðingar verkfalls- brota Hins íslenzka olíufélags og munið því ekki leyfa, að olía sé sett úr skipi yðar í íslenzku „tankbát- ana“ Skeljung og Litlafell. Virðingarfyllst f.h. Alþýðusambands íslands. Hannibal Valdimarsson,22 76 SAQHIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.