Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Side 79

Sagnir - 01.04.1986, Side 79
Verkfallið 1955 Vegatálmi. Verkfallsmenn hindruðu flulninga lil Regkjauíkur með þuí að loka uegum eins og hér sést. Samningaviðræður Þann 28. mars hélt Dagsbrún félags- fund og var þar samþykkt aö senda áskorun til bæjarstjórnar Reykjavíkur um aö semja á grundvelli Hafnar- fjarðarsamkomulagsins. Meirihluti Sjálfstæöisflokksins í bæjarstjórn hafnaði þessu tilboöi.32 Samningaviðræðurnar gengu ekki auðveldlega. Slitu atvinnurekendur viðræðum eftir að verkfallið skall á og voru þær ekki hafnar að nýju fyrr en rúmri viku síðar, þann 26. mars.33 Atvinnurekendurtöldu sig ekki geta gengið að kröfum verkalýðsfélag- anna, en á sama tíma var mikil eftir- spurn eftir vinnuafli. Styrkti það til muna stöðu verkalýðsfélaganna og stóðu þau því fast fyrir. Samninga- fundir stóðu oft nætur og daga og þokaðist í samkomulagsátt. Slökuðu báðir aðilar á kröfum sínum, en þó ekki nægilega. Átökin hörðnuðu enn þegar boðað var verkfall í hraðfrysti- húsum, þann 19. apríl, og skyldi það koma til framkvæmda viku seinna. Þessi aukna harka mun hafa knúið at- vinnurekendur til þess að slaka á kröfum sínum.34 Stóö styrinn að lok- um um 4% launahækkun sem verka- lýðsfélögin vildu fá umfram það sem atvinnurekendur gátu sætt sig við.35 Það var hlutverk sáttanefndar að finna lausn á þessu vandamáli. Emil Jónsson, er sæti átti í nefndinni, mat stöðuna svo að hvorugur aðilinn myndi slaka á kröfum sínum meira en komið var. Lausn deilunnar yrði að koma frá utanaðkomandi aðilum. Ef ekki, væri hætta á gerðardómslögum eða einhverju því um líku. Hann segir í æviminningum sínum: Duttu mér í hug atvinnuleysistrygg- ingarnar. Engar slíkar tryggingar voru þá til hér á landi, en mér var kunnugt um að áhugi var fyrir þeim hjá verkalýðssamtökunum. Mér fannst trúlegt, að það væri aðeins tímaspursmál hvenær slíkar trygg- ingar yrðu teknar upp hér, eins og í nágrannalöndunum, þær myndu áreiðanlega koma hér, eins og þar. Ef nú væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi, að leysa vinnudeiluna með því að stofna til atvinnuleysis- trygginga, væri mikið unnið fyrir vinnandi fólk i landinu.36 Kvaðst Emil hafa komið þessum hug- myndum á framfæri í sáttanefndinni. Var þeim vel tekið þar og rætt um að atvinnuleysistryggingar kæmu í stað 4% launahækkunar sem upp á vant- aði svo samningar tækjust. Kvaðst Emil síðan hafa rætt við Eðvarð Sig- urðsson, formann Dagsbrúnar, um málið. Gaf Eðvarð ekkert upp „eins og háttur er deiluaðila". Síðan var rætt við ríkisstjórnina um þetta mál; gekkst hún inn á þetta ef samkomu- lag tækist og kvaðst myndu flytja um það frumvarp á næsta þingi. Atvinnu- rekendurtóku þessu tilboði ekki illa.37 Benedikt Davíðsson átti sæti í hinni sameiginlegu samninganefnd SAGniR 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.