Sagnir - 01.04.1986, Síða 79
Verkfallið 1955
Vegatálmi. Verkfallsmenn hindruðu flulninga lil Regkjauíkur með þuí að loka uegum eins og hér sést.
Samningaviðræður
Þann 28. mars hélt Dagsbrún félags-
fund og var þar samþykkt aö senda
áskorun til bæjarstjórnar Reykjavíkur
um aö semja á grundvelli Hafnar-
fjarðarsamkomulagsins. Meirihluti
Sjálfstæöisflokksins í bæjarstjórn
hafnaði þessu tilboöi.32
Samningaviðræðurnar gengu ekki
auðveldlega. Slitu atvinnurekendur
viðræðum eftir að verkfallið skall á og
voru þær ekki hafnar að nýju fyrr en
rúmri viku síðar, þann 26. mars.33
Atvinnurekendurtöldu sig ekki geta
gengið að kröfum verkalýðsfélag-
anna, en á sama tíma var mikil eftir-
spurn eftir vinnuafli. Styrkti það til
muna stöðu verkalýðsfélaganna og
stóðu þau því fast fyrir. Samninga-
fundir stóðu oft nætur og daga og
þokaðist í samkomulagsátt. Slökuðu
báðir aðilar á kröfum sínum, en þó
ekki nægilega. Átökin hörðnuðu enn
þegar boðað var verkfall í hraðfrysti-
húsum, þann 19. apríl, og skyldi það
koma til framkvæmda viku seinna.
Þessi aukna harka mun hafa knúið at-
vinnurekendur til þess að slaka á
kröfum sínum.34 Stóö styrinn að lok-
um um 4% launahækkun sem verka-
lýðsfélögin vildu fá umfram það sem
atvinnurekendur gátu sætt sig við.35
Það var hlutverk sáttanefndar að
finna lausn á þessu vandamáli. Emil
Jónsson, er sæti átti í nefndinni, mat
stöðuna svo að hvorugur aðilinn
myndi slaka á kröfum sínum meira en
komið var. Lausn deilunnar yrði að
koma frá utanaðkomandi aðilum. Ef
ekki, væri hætta á gerðardómslögum
eða einhverju því um líku. Hann segir
í æviminningum sínum:
Duttu mér í hug atvinnuleysistrygg-
ingarnar. Engar slíkar tryggingar
voru þá til hér á landi, en mér var
kunnugt um að áhugi var fyrir þeim
hjá verkalýðssamtökunum. Mér
fannst trúlegt, að það væri aðeins
tímaspursmál hvenær slíkar trygg-
ingar yrðu teknar upp hér, eins og í
nágrannalöndunum, þær myndu
áreiðanlega koma hér, eins og þar.
Ef nú væri hægt að slá tvær flugur
í einu höggi, að leysa vinnudeiluna
með því að stofna til atvinnuleysis-
trygginga, væri mikið unnið fyrir
vinnandi fólk i landinu.36
Kvaðst Emil hafa komið þessum hug-
myndum á framfæri í sáttanefndinni.
Var þeim vel tekið þar og rætt um að
atvinnuleysistryggingar kæmu í stað
4% launahækkunar sem upp á vant-
aði svo samningar tækjust. Kvaðst
Emil síðan hafa rætt við Eðvarð Sig-
urðsson, formann Dagsbrúnar, um
málið. Gaf Eðvarð ekkert upp „eins
og háttur er deiluaðila". Síðan var
rætt við ríkisstjórnina um þetta mál;
gekkst hún inn á þetta ef samkomu-
lag tækist og kvaðst myndu flytja um
það frumvarp á næsta þingi. Atvinnu-
rekendurtóku þessu tilboði ekki illa.37
Benedikt Davíðsson átti sæti í
hinni sameiginlegu samninganefnd
SAGniR 77