Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Síða 81

Sagnir - 01.04.1986, Síða 81
Verkfallið 1955 Kröfuganga 1. maí. Frá kröfugöngu uerka- lýðsfélaganna í Reykjauík I. maí 1955. tryggingamar. Ríkisstjórnin hét því að leggja frumvarp um þær fram og fylgja því eftir. Helstu atriði samning- anna voru 10% hækkun grunnkaups iðnlærðs verkafólks en 11 % hækkun grunnkaups ófaglærðs verkafólks. Orlof lengdist úr 15 í 18 daga eða hækkaði um 1 % af kaupi. Full vísitala greiddist á allt kaup. 4% af kaupi runnu í atvinnuleysissjóð. Hér voru atvinnuleysistryggingarnar orðnar að veruleika. Þá var samið um 25% hækkun kaups iðnnema. Samning- arnir voru samþykktir í félögunum næstu daga. Var mikið fjölmenni á fundi Dagsbrúnar í Gamla bíói, en hann var haldinn strax aö kvöldi 28. apríl. Forystumenn íslensks verkalýðs voru á einu máli um hvað hæst bæri í samningunum. Hannibal Valdimars- son, formaður Alþýðusambands íslands, sagði: „Það er margra álit, að atvinnuleysistryggingarnar séu veigamesti þátturinn í verkfallssigrin- um, enda hafa atvinnuleysistrygging- arnar verið baráttumál verkalýðs- samtakanna frá fyrstu árum þeirra hér á landi.“42 Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, sagði í ræðu sinni 1. maí 1955 á Lækjartorgi: „4% af kaupi greiðist í atvinnuleysistrygg- ingarsjóð og er þar með lagður grundvöllur að framkvæmd eins mesta hagsmuna- og menningarmáls alþýðu, sem hún hefur barist fyrir í áratugi."43 Tryggvi Emilsson, varafor- maður Dagsbrúnar, segir í ævi- minningum sínum: „Stærsta kjara- bótin, sem íslensk alþýða og þjóðin öll mun búa.að langt fram á komandi tíma, voru ah'innuleysistryggingamar sem Dagsbrúnarmenn urðu að berj- ast fyrir í sex vikna verkfalli og allir aðrir njóta síðan eins og þær hafi komið af sjálfu sér.“44 Það er Ijóst að úr þessu verkfalli komu menn sigurreifir, þó að þeir hörðustu í röðum verkfallsmanna væru tilbúnir í áframhaldandi aðgerð- ir til að knýja fram enn hagstæðari samninga. Sigurdór Sigurdórsson blaðamað- ur tók þátt í þessu verkfalli sem ungl- ingur, nýkominn á vinnumarkaðinn. Hann stóð verkfallsvaktir fyrir Dagsbrún. Hann segir hina eldri og reyndari í röðum verkfallsmanna hafa unað vel við niðurstöður verkfallsins. Þeir höfðu lifað tíma atvinnuleysis, kreppu og hungurs. Hinir ungu þekktu ekki þessa hluti af eigin reynslu. Þeir þekktu aðeins uppgang í efnahagslífinu, með nýsköpun og Marshallfé. I þeirra augum voru samningarnir svik. Þeir börðust á fundi Dagsbrúnar gegn samningun- um, því að í upphafi hafði verið rætt um hærri prósentutölur en þær sem samkomulagið kvað á um. Atvinnu- leysistryggingar töldu þeir sér ekki til tekna. Stjórnarslit Það voru ekki aðeins ungu mennirnir sem voru ósáttir við niðurstöður verkfallsins. i ævisögu Ólafs Thors stendur: „Hann var þreyttur eftir langa verkfallið 1955 og segir: Sættin hættuleg. Ég gat þó ekki annað en reynt að miðla málum."45 Ólafur var ekki ánægður með niðurstöðu samn- inganna, enda gekk stjórnin ekki heil til skógar eftir verkfallið 46 Ótti forsætisráðherra, Ólafs Thors, fyrir verkfallið við að sósíalistar, eða kommúnistar eins og hann orðaði það, reyndu að beita sér fyrir því að stjórnin færi frá og þeir yrðu aftur geröir gildir í íslenskum stjórnmálum, var á rökum reistur. Einar Olgeirsson segir í bókinni ísland í skugga heims- valdastefnunnar. „Já, því með sex vikna verkfallinu 1955 sigruðum við raunverulega ríkisstjórnina. Hún ætl- aði að brjóta okkur á bak aftur, en það vorum við, sem sprengdum hana, því að Framsóknarflokkurinn gafst upp og sleit samstarfinu við ihaldið."47 í mars 1956 hélt Framsóknarflokk- urinn flokksþing. Á því þingi var sam- þykkt að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. í framhaldi af þeirri samþykkt sendu allir ráðherrar Framsóknarflokksins Ólafi Thors forsætisráðherra bréf, stílað 26. mars 1956: í samræmi við ályktanir 11. flokksþings framsóknarmanna og með tilliti til þess, að nú er séð fyrir endann á afgreiðslu frumvarpanna um atvinnuleysistryggingar og vinnumiðlun, sem núverandi stjórnarflokkar höfðu, í sambandi við lausn verkfallsins á sl. vori, sameiginlega heitið að lögfesta, til- kynnum við yður hér með, herra forsætisráðherra, að lokið er stuðn- SAGniR 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.