Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Page 83

Sagnir - 01.04.1986, Page 83
Umsögn um 6. árgang Sagna Helgi Skúli Kjartansson S S^Jjötti árgangur Sagna, 1985, er rit sem viö fyrstu sýn vekur athygli fyrir búning sinn fremur en efni; segja má aö ritstjórnin steli aö vissu leyti sen- unni frá höfundum, og segi ég henni þaö til lofs en ekki lasts. Umbrot og uppsetning er vandað og kunnáttusamlegt. Mynda hefur verið leitaö af mikilli elju, og þeim er leyft aö njóta sín í talsverðri stækkun þegar svo ber undir. Þá er þess of sjaldgæfa velsæmis gætt aö birta myndaskrá að heftislokum. Eitthvað aöeins mætti fetta fingur út í punkta og kommur í myndaskránni, en veru- lega álitamáliö er hvort ekki sé sett efni í myndaskrána sem betur ætti heima í myndatextunum sjálfum, einkum mannanöfn. Þá hlýtur það aö vera vottur um trausta og markvissa ritstjórn hve samstæður blær er aö ýmsu leyti á efni heftisins. Höfundar eru samtaka um aö vanda málfar sitt og setja efnið fram á aögengilegan hátt, laust við allan háfræöilegan drunga. Inn- gangsorð eru aö hverri grein eöa stuttur inngangskafli, en aldrei hlut- laus marklýsing, heldur einhvers kon- ar áhugavaki, oft hnitmiðaður og vel heppnaður. Eins eru sumir mynda- textarnir, ekki einber staöreyndin um hvað myndin sýni, heldur gripiö upp áhugavekjandi efnisatriði, annaö hvort beint úr greininni eöa jafnvel í viöbót viö hana. í þessari umsögn ætla ég raunar ekki aö dvelja lengi viö hin almennu einkenni Sagna, þótt athyglisverð séu, heldur fjalla aðallega um grein- arnar hverja fyrir sig, og fremur efnis- atriöi þeirra en frágang eða framsetn- ingu. Fyrsta greinin, „Vesturgata 30“ eft- ir Sigurð G. Magnússon, er megin- hlutinn af samnefndum kafla í bók höfundar, Lífsháttum í Reykjavík 1930-1940, sem út er komin síðan greinin birtist. Þaö teljast þá varla mannasiöir aö gagnrýna greinina sem slika, úr því aö höfundur hefur átt kost á að endurskoöa efni hennar fyrir síðari birtingu. Lauslegur texta- samanburður bendir samt til þess að textinn í Sögnum geymi vissar lag- færingar, bæöi á málfari og efnisröö, sem láöst hafi að taka upp í bókina, og þykist ég þar sjá ritstjórnina aö verki. Meö greininni eru ekki tilvísan- ir, aðeins heimildaskrá upp á þrjá liði, og viröist tveimur þeirra ofaukið. Til- færö er BA-ritgerð höfundar, en ég held það sé góöur siður aö vitna ekki í óprentuð eigin rit nema þau geymi nánari upplýsingar eöa útskýringar; hér mun ritgeröin geyma nokkurn veginn sama efni og greinin sjálf og því tilgangslaust að vísa lesandanum þangað til frekari staöfestingar því sem greinin segir. Þá er tilfærö blaöa- grein sem samkvæmt tilvísun í bók- inni er aðeins heimild fyrir einu efnis- atriöi sem fellt hefur veriö brott úr greininni. Eftir stendur hin eina rétta heimild: viötöl við bræður tvo sem ól- ust upp á Vesturgötunni. Næsta grein, „Bjarnaborg" eftir Hrefnu Róbertsdóttur og Sigríði Sig- urðardóttur, er af sömu tegund, heim- ilis- og mannlífslýsing, unnin aöal- Iega úr viðtali við systur tvær sem voru krakkar og unglingar í Bjarna- borg 1916-30. (En hvort er svara- skrá þeirra systra nr. 6874 eða 6784 í safni Þjóðháttadeildar?) Þó hefur ötullega verið leitað viðbótarheimilda um Bjarnaborgina og íbúa hennar, bæöi prentaðra og óprentaðra. Greinin geymir skemmtilegar svip- myndir og er fróöleg um húsnæðis- þrengslin í Reykjavík fyrr á árum. „Félagshyggja og frelsisást" heitir grein Helga Hannessonar um ritdeilu þá er geisaði 1921 og 22 milli and- stæðinga og málsvara samvinnu- hreyfingarinnar. Helgi skrifar liðlegt SAGMIR 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.