Sagnir - 01.04.1987, Page 4

Sagnir - 01.04.1987, Page 4
Bréf til lesenda Hver er hlutur sögunnar í menningu okkar? Menning er sögulegt fyrirbæri eða með öðrum orðum, menning verður ekki til í tómarúmi andartaksins, einfald- lega vegna þess að við sjálf verðum ekki til sem persónur, í tóma- rúmi, við erum mótuð af ríkjandi menningu áður en við höfum nægan þroska til að gagnrýna eða jafnvel breyta henni. Þannig lifir sagan í okkur, er óaðskiljanlegur hluti af okkur sjálfum. Hluti sögunnar í menningunni er því stór og með þekkingu og skilningi á sögunni er okkur gert kleift að skilja þá menningu sem við hrær- umst í. En hvernig saga er það sem við þörfnumst? Er ekki nóg að skrifa eitt aðgengilegt rit með öllum helstu at- riðum sögunnar og skrifa þannig söguna í eitt skipti fyrir öll? Því eðli málsins samkvæmt þá breytist sagan sem slík ekki - fortíðinni fær enginn breytt. Já lesandi góður þetta hefur oft verið sagt áður, en þá gleymist að sagan er svo víðfeðm að þótt við vildum þá gætum við aldrei skrifað söguna í eitt skipti fyrir öll. Við verðum því alltaf að velja og hafna, úrskurða um hvað okkur þykir mikilvægast í sögunni hverju sinni. Nú er langt frá því að við séum sammála um hvað sé mikilvægast í sögunni hverju sinni, t.d. töldu sagnaritarar fyrr á tímum enga ástæðu til að greina frá sögu kvenna, vinnuhjúa, nema þá í framhjá- hlaupi. í dag teljum við þessa hópa jafnmikilvæga og góð- bændur og að auki eru komin ný sjónarhorn, t.d. fólksf jöldasaga og hagsaga, sem oft lítur söguna nýju ljósi. Með þessu erum við ekki að búa til nýja sögu, við erum að stunda fræðin um söguna, sagnfræði. Afraksturinn sjáið þið m.a. í þessu blaði, sem nú er að mestu helgað sautjándu og átjándu aldar sögu. Saga þess tímabils hefur iðulega hlotið þau eftirmæli að vera svartasta skeið íslandssögunnar, hvað sem hæft er í því, þá eru þessar aldir í sögu okkar jafn mikilvægar og hverjar aðrar aldir. Ágæti lesandi við vonum að þú verðir einhvers vísari og að lokum bendum við á umsögn um SAGNIR 7 sem Loftur Guttormsson skrifar að þessu sinni. Ef þú lesandi góður hefur einhverjar athugasemdir eða hugleiðingar um efni þessa blaðs eða annarra SAGNA (eða bara eitthvað um sögu almennt) þá væru þær vel Þegnar' Ritnefnd. SACÍNIR Pósthólf 7182,127 Reykjavik. Blaðið er gefið ót af sagnfræðinemum við Háskóla islands. ISSN 0258-3755 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún Ásta Jónsdóttir. Ritnefnd: Árni Helgason, Árni Daníel Júlíusson, Gunnar Halldórsson, Jón Ölafur ísberg, Lára Ágústa Ólafsdóttir, Magnús Hauksson, Oddný Yngvadóttir, Sigrún Valgeirsdóttir, Theodóra Kristinsdóttir, Þorlákur A. Jónsson. Auglýsingar: Þórunn Ingvadóttir. Greinar, sem birtast í þessu tímariti, má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun, eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis viðkomandi höfundar.

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.