Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 13
Móðuharðindin
mistök að kenna? Svo virðist sem
veilan hafi legið í stjórnkerfinu.
Vegna einangrunar landsins hefði
stiftamtmaður þurft að hafa meiri
völd, einnig yfir versluninni.
Snemma sumars 1784 treysti
Thodal stiftamtmaður sér ekki til að
láta kaupmenn flytja fisk til Norð-
urlandshafna. Slíka ákvörðun varð
rentukammerið í Kaupmannahöfn
að taka. íslenskir sýslumenn höfðu
enn minni völd og voru auk þess
margir stórskuldugir við kaup-
menn. Gróði kaupmanna valt á út-
flutningnum og því hélt hann áfram
meðan yfirvöld höfðu ekki myndug-
leika til að stöðva hann.
Árið 1784 beitti stiftamtmaður þó
valdi sínu til að stöðva matvælaút-
flutning af norður- og austurhöfn-
um og banna útflutning á smjöri og
tólg. Þá var haldið eftir 280 tonnum
af fiski frá Suðurnesjum og Hafn-
arfirði.2' Án þessara aðgerða hefði
mannfallið orðið ennþá meira.
Enn stærra hungur
Eftir íslandsferð sína sumarið 1784
hafði Magnús Stephensen vetursetu
Harðindamatur og ölmusa
Sr. Björn Halldórsson í Sauð-
lauksdal skrifaði kennslubækur
um búskaparlag á síðari helm-
ingi 18. aldar. í Ambjörgu gerir
hann birgðasöfnun og hjálp við
fátæka að umtalsefni.1 Þó sr.
Björn gerist hér talsmaður
mannúðarstefnu má lesa úr
orðum hans nokkuð af þeirri fyr-
irlitningu sem hinir velmegandi
höfðu jafnan á fátæklingum.
Hin forsjála húsmóðir
safnar ... og nýtir allt það á
sumri, sem soltinn magi má
eira við á þeim langa vetri
vorumíslendinga ... þvíeitt
hennar sárasta böl er það að
sjá hungraðan mann og geta ei
satt hann.
Matur er það sem í magann
kemst, segir máltækið, en mis-
jafnlega þótti það kræsilegt sem
nýtt var til manneldis. Sr. Björn
telur upp „nokkuð af því sem
óþrifnir menn, ónytjungar og
mathákar kalla harðindamat” og
hvetur til að honum sé safnað.
Þessi matur varð að geymast í
sýru, en undir hana þurfti mikil
ílát sem erfit gat verið að útvega.
1 Björn Halldórsson: Rit Bjöms
Halldórssonar í Sauðlauksdal (Rv.
1983), 468-470.
íslenskur fátæklingur "Poor man of
Iceland” heitir þessi teikning frá
1772. íslenski fátæklingurinn er um-
komuleysið uppmálað i augum hins
erlenda teiknara.
... þegar bóndinn ræður ekk-
ert úr ílátaleysinu þá samt
hellir aldrei góð búkona sýr-
unni niður, eins og sumt ó-
þrifafólk gjörir, því hún
reiknar það bæði óframsýni
og synd.
Með „harðindamat” telur höf-
undur smáfiskabein sem gerður
var úr beinastrjúgur, innyfli
fugla, hákarlaegg, hvalagarnir,
skelfisk og sveppi. „Sveppa má
soðna í sýru geyma og svo eru
þeir betri og óhættari að eta en ef
þeir eru frískir etnir.”
Fullt búr og bróðurkærleikur
fara vel saman hjá fyrirmyndar-
húsmóður sr. Björns.
Þessi öll matvæli og fleira
þess slags gefur hún fólki
sínu, eina eða tvær máltíðir í
viku hverri. ... Með því
móti fær hún efni að seðja
margan hungraðan gest og
förumann og senda ölmusu
bamamannshyskinu, sem kúr-
ir inni við hungur, víl og
vesöld, og þá ölmusu tekur
hún líka af því sem sparast við
hennar þrifnað og nýtni.
SAGNIR 11