Sagnir - 01.04.1987, Síða 22

Sagnir - 01.04.1987, Síða 22
Upphaf leiguábúðar og hjáleigubúskapar skreiðarverð að hafa farið hækk- andi með aukinni eftirspurn, sem síðan veldur hækkun á verði smjörs en sú hækkun hefur síðan áhrif á, að hjáleigunum fjölgar. Og eins og áður er getið, stendur hjáleiguf jölg- unin í beinu sambandi við fólks- fjölgunina, sem verður eftir að harðindakaflanum lýkur 1320. Eitthvað mun fólk hafa flutt sig til þeirra staða þar sem mest var fisk- veiði og bestar verstöðvar en það var á Suður- og Vesturlandi. En þrátt fyrir allt verða þó engar teljandi breytingar á atvinnuhátt- um manna. Fiskveiðarnar og skreiðarsalan voru búbót fyrir bændur, en tæplega nein sjálfstæð atvinnugrein nema fyrir fáa. Þó skreiðarverð hækkaði er óvíst að fátækir bændur og leiguliðar hafi fengið mikið af hækkuninni sjálfir. Kot og hóll Ólafur Lárusson hefur gert rann- sókn á dreifingu hjáleigna með því að rannsaka bæjarnöfn. Hann skipt- ir bæjarnöfnunum í tvo flokka. Annars vegar eru nöfn, sem fela í sér notkun eða byggð landsins, til dæmis -staðir, -kot, -gerði, -sel og hins vegar nöfn, sem mörg hver eru dregin af náttúrunni, -bakki, -hóll, -holt, -tunga. Samkvæmt þessari skiptingu verða í fyrri flokknum 3800 nöfn, en í þeim seinni 4000. Siðan skoðar Ólafur dreifingu þessara nafna um landið og kemst að þeirri niðurstöðu að nöfn, sem hafa endinguna -staðir og -bæir séu yfirleitt nokkurn veg- inn jafnt dreifð um landið, -kotin, -gerðin, -húsin, -selin og -búðirnar séu misskipt eftir landshlutum. Ólafur telur að þau nöfn, sem lúta að byggð eða notkun, séu yngri en þau sem hafa jafna dreifingu. Þau býli sem beri yngri nöfnin séu mjög oft kennd við aðra bæi og það bendir til, að þar hafi verið hjáleiga. Þegar leiguliði hafi tekið annan mann inn á jörðina, þá hafi hann sett hjáleigu- bóndann niður „í sel jarðarinnar, í beitarhús frá jörðinni, á nátthaga, stekkjartún eða annað slíkt.”34 Ólafur segir að af þeim bæjar- nöfnum sem rekja megi til annars bæjar, svo og þeir staðir, sem hafa -kot nafn, séu 90% taldar hjáleigur í Rangárvalla-, Árnes-, Gullbringu- og Kjósarsýslu.35 Jafnframt bendir hann á að nöfn hjáleignanna sjáist ekki rituð fyrr en um miðja 16. öld.36 Það segir þó ekki að hjáleigurnar hafi ekki verið margar fyrr, eða á seinni hluta 14. aldar, sem þær hljóta raunar að hafa verið. Plágan fækkar hjáleigum Árið 1402 dundi enn ein hörmungin yfir landið er plágan svokallaða barst hingað. Þótt nákvæmar tölur liggi ekki fyrir er ljóst að mann- fallið var mikið. En fátt er svo með öllu illt. í kjöl- farið losnaði jarðnæði og flestir þeir er lifðu pláguna af áttu þess kost að fara að búa á þokkalegum jörðum. Harðbýlar jarðir hafa farið fyrst í eyði þannig að þegar plág- unni lauk hefur jarðarframboð verið allsæmilegt, auk þess sem vinnulaun hækkuðu mikið og lands- skuldir lækkuðu. Talsverð eignafærsla átti sér stað þegar jarðeignir skiptust vegna erfðatilkalla.37 Plágan orsakaði hnignun hjáleigna í bili. Því er mesta aukningin eftir að hallærinu lauk í kringum 1320 og fram að plágunni 1402. Þegar þess er gætt, er eðlilegt að mesta fjölgunin verði á seinni hluta 14. aldar. Dauðu kúgildin dafna Tíundarlöggjöfin hafði í för með sér aukna misskiptingu, ekki síst eftir að fróðir menn fundu upp á því snjallræði að gefa kirkjum sínum reyturnar og áskilja sér rétt til forræðis. Við auðinn var fátt hægt að gera annað en kaupa kvikfé og jarðeignir til að leigja. Afleiðingar þessa voru fleiri leiguliðar og færri sjálfseign- arbændur. Eftir að smjörið hækkaði á seinni hluta 13. aldar urðu leigukúgildi eigendum sínum drjúg tekjulind enda var lágmarkseign til að stofna bú numin úr gildi. Fleiri stofnuðu þá til búskapar og það, ásamt góðu árferði, fjölgaði fólkinu. Og í kjöl- farið jukust fiskveiðarnar. Ljóst er að smjörhækkunin á mjög mikinn þátt í þeirri þróun sem varð, því vegna hækkunarinnar f jölgaði hjáleigum á seinni hluta 14. aldar. Því má hugsa sér hið slæma árferði fyrir 1320 og pláguna 1402 sem einskonar umgjörð utan um hjáleigubyggðina, sem síðan valdi því að bestu skilyrðin fyrir aukn- ingu hennar sé á milli þessara tveggja atburða. Inn í þetta tímabil fléttast síðan þeir þættir sem valda atburðarásinni, eins og smjörhækk- unin, hækkandi skreiðarverð og fólksfjölgun. Þótt staða hjáleigubænda virðist harla bágborin á 14. og 15. öld, átti hún þó eftir að versna. Á 17. öld höfðu eigendur leigukú- gilda komið þeirri kvöð á leiguliða að endurnýja og ábyrgjast kúgildin sem fylgdu með leigujörðinni. Leiguliðinn átti þá ekki lengur kost á að skila leigukúgildunum. Til að koma þessu sem best fyrir voru kú- gildin sumstaðar mörkuð undir mark leiguliðans. Þegar þau svo dóu átti leiguliðinn að endurnýja þau. En stundum hafði hann ekki ráð á 20 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.