Sagnir - 01.04.1987, Page 26

Sagnir - 01.04.1987, Page 26
Afmörkun og afbrigði í þessari athugun eru tvö svæði undir, að mörgu leyti ólík. Annars vegar eru sjö hreppar í ísafjarðar- sýslu þar sem sjávarfang skipti töluverðu máli í afkomu bænda. Þessir hreppar eru: Önundarfjörð- ur, Súgandafjörður, Bolungarvík- urhreppur, Skutulsfjörður, Eyrar- sókn, Ögursveit og Vatnsfjarðar- sveit. í þessum hreppum eru sam- tals 116 lögbýli en 110 eru með í útreikningunum. Hins vegar eru at- hugaðir tveir hreppar í Eyjaf jarðar- sýslu: Saurbæjarhreppur og Öngul- staðahreppur. Vegna legu þeirra langt frá sjó skipti sjávarfang litlu sem engu um lífskjör hreppsbú- anna. Af 77 býlum í þessum tveimur hreppum er hér tekið mið af 71. Forsendur þess að tólf býlum er sleppt eru margvíslegar. í fjórum tilvikum er sjálfsábúð og land- skuldar og leiga því eðlilega ekki getið. í þremur tilvikum sitja em- bættismenn í léni sér að kostnaðar- lausu. Þau tilfelli sem þá vantar á eru jafnmargvísleg og þau eru mörg, en sameiginlegt er að ekki er að hafa um þau þær upplýsingar sem sóst er eftir í þessari grein. En ekki eru öll vafaatriði úr sögu þó bæjunum hafi fækkað. Hvernig á að komast yfir önnur atriði sem kunna að hafa leitt til lækkunar á landskuld og fækkunar leigukú- gilda? Ekki er ólíklegt að margt annað en fólksfækkun hafi haft áhrif í sömu átt. Er þess oftlega getið í Jarðabók Áma og Páls að landskuld hafi verið niðursett vegna skriðufalla t.d. eða annarra jarðarskemmda og leigukúgildum fækkað.7 Ef þess var jafnframt getið hversu miklu sú lækkun nam, var hún dregin frá landskuld og leigum í jarðabókinni frá 1695. Vafasamt getur verið að treysta umsögnum ábúenda um lækkun þessa. Nokkur dæmi eru um auð- sæjar mótsagnir miðað við jarða- bókina frá 1695. Á hinn bóginn er ekki við neitt annað að miða og er eðlilegt að hafa hliðsjón af þessum umsögnum eins og kostur er. Þar sem sjálfsábúð á hluta jarða var nokkuð algeng var upphæðin í þeim tilvikum framreiknuð í sömu hlut- föllum. Þannig eru áhrif mannfækkunar af bólunnar völdum á landskuld og leigur einangruð sem mest má verða. Tvímælalaust er þó að það er öldungis ómögulegt að aðgreina „eðlileg” áhrif frá áhrifum Stóru- bólu. Einnig er rétt að taka vara fyrir að alhæfa um of á landsvísu út frá þeim niðurstöðum sem hér eru festar á blað. Úrtakið er fulllítið til að hafa almennt gildi en gefur vís- bendingu um áhrif mannfallsins á landskuld og leigur um land allt. Harðindi og pestir Til að grafast fyrir um áhrif ból- unnar einnar á byrðar leiguliða hefði þurft jarðabók frá árinu áður en hún stakk sér niður. Ástæðan er sú að síðustu ár 17. aldarinnar og þau fyrstu á nýrri öld voru mjög hörð. í ofanálag var fiskbrestur hér við land þetta sama tímabil. Harðn- andi veðurfar hefur haft áhrif á ástand jarða. Þær hafa gengið úr sér, leigufé hefur fækkað og land- skuld lækkað svo sem sjá má við lestur Jarðabókar þeirra legáta Árna og Páls. Fiskbresturinn kann einnig að hafa haft áhrif, einkum á útvegsjörðunum á Vestfjarðasvæð- inu. Á móti kemur að jarðabókin sem miðað er við er frá 1695 og má hugsanlega gera ráð fyrir að þá þegar séu áhrif harðindanna farin að koma í ljós. Ekki er ólíklegt talið að nálægt 15 af hundraði íslendinga hafi fallið í þessum harðindum. Stórabóla kemur svo beint ofan í þau og kunna áhrif hennar að hafa verið meiri fyrir bragðið. Stórfelld eyðing byggðar eftir Stórubólu hefði skekkt nokkuð myndina af breytingum á kjörum einstakra leiguliða en meðaltal er, eins og menn vita, varhugaverð mælieining á kjör og lífsskilyrði einstaklinga. Hins vegar féllu ekki Mynd I Landskuld í einstökum hreppum Landskuld reiknuð í álnum í hverjum hreppi fyrir sig. Varlega aetti að fara í að draga ályktanir af þessum tölum en athyglisvert er þó hversu litlar breytingar verða í Ságandafirði miðað við t.d. Vatnsfjarðarsveit. Hugsanlega veldur sjósókn einhverju um í Súgandafirði en i Vatnsfirði eru þrjár jarðir i eyði, og í Eyrarsókn eru tveir bæir í eyði eftir bólu. 24 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.