Sagnir - 01.04.1987, Side 35

Sagnir - 01.04.1987, Side 35
Það er erfitt að sjá að Hannes hafi lagt sérstaka áherslu á landbúnað- inn eins og Eggert. Áhugi Hannesar á framförum var almennur og ekki síst á uppfræðslu fólks sem undir- stöðu þeirra. Eggert taldi hins vegar að lausnin á fátæktarbasli ís- lendinga lægi í framförum í land- búnaði. Ef litið er á það á hvern hátt þeir settu fram skoðanir sínar er mikill munur þar á. Hannes setti sínar skoðanir fram á raunsæislegan og fræðilegan hátt. Eggert hikaði ekki við að mála í sterkum litum i ljóð- unum þó hann gæti einnig skrifað fræðilega eins og í Ferðabókinni. Tilvísanir 1 Vilhjálmur Þ. Gíslason: „Kvæði Eggerts Ólafssonar” í Eggert Ólafs- son: Kvœði (Rv. 1953), VII-XII; Vil- hjálmur Þ. Gíslason: Eggert Ólafsson (Rv. 1926), 31-51; Páll E. Ólason og Þorkell Jóhannesson: Saga íslend- inga 6 (Rv. 1943), 416-31. 2 Jóhannes Nordal: „Um bókina og höfund hennar” í Hannes Finnsson: Mannfœkkun af hallœrum (Rv. 1970), XV-XX; Þorkell Jóhannesson: Saga íslendinga 7 (Rv. 1950), 536-9. 3 Jón Helgason: Hannes Finnsson biskup í Skálholti (Rv. 1936), 38-40. Hann var sannur baráttumaður og skipti oft um skoðanir, sem Hannes gerði sjaldan. Það sem er einna mest áberandi þegar lesið er um þessa tvo menn, er hvað þeir hafa verið gjörólíkar manngerðir. Það er ekki síst það sem gerir að verkum að þeir virka á mann sem andstæður. En séu hugmyndir þeirra skoðaðar án tillits til per- sónanna verða skilin ekki eins skörp. Samt sem áður hljóta þeir að skoðast fremur sem andstæðingar en skoðanabræður þegar á heildina er litið. Hugmyndir Eggerts voru settar fram í bundnu máli og hann lagði áherslu á mikilvægi sveitalífs- 4 Vilhjálmur Þ. Gíslason (1926), 56-8. 5 Vilhjálmur Þ. Gíslason (1926), 66. 6 Páll E. Ólason og Þorkell Jóhannes- son,431. 7 Jón Helgason, 44. 8 Vilhjálmur Þ. Gíslason (1926), 86. 9 Hannes Finnsson: Kvöldvökumar 1794 íKh. 1853), 15-17. 10 Hannes Finnsson (1853), 11. 11 Hannes Finnsson (1853), 8. 12 Eggert Ólafsson: Kvœði (Rv. 1953), 46. ins. Aðdáun á fornöld og sterkar þjóðernistilfinningar hafa oft átt fylgi að fagna á íslandi. Áhrif frá Eggert komu fram síðar í hinni rómantísku stefnu Fjölnismanna, meðan Jón Sigurðsson vildi fremur líkja eftir raunsæi Hannesar. Þó svo að við nútímafólk séum haldin nokkurri vísindahyggju í anda Hannesar þá virðist þjóðern- isrómantík í anda Eggerts, alltaf geta skotist upp á yfirborðið aftur. Þannig má segja að sá stefnumunur sem kom fram hjá Hannesi og Eggert fyrirfinnist enn í dag. 13 Vilhjálmur Þ. Gíslason (1926), 86. 14 Jóhannes Nordal, XIV. 15 Jóhannes Nordal, XX. 16 Jóhannes Nordal, XXII. 17 Jóhannes Nordal, XXVI. 18 Hannes Finnsson (1853), 19-20. 19 Þorsteinn Þorsteinsson: „Æviatriði Rjörns Halldórssonar prests í Sauð- lauksdal” í Rit Bjöms Halldórssonar í Sauðlauksdal (Rv. 1983), 16. 20 Eggert Ólafsson, 86. 21 Eggert Ólafsson, 108. SAGNIR 33

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.