Sagnir - 01.04.1987, Page 39

Sagnir - 01.04.1987, Page 39
Járnrekur. Stjornin reyndi að bæta úr áhaldaleysi með því að senda hingað jarnrekur og dreifa þeim um landið. ingu f járins. Magnús Ketilsson var því fenginn til að semja bók um sauðfjárhirðingu en bókinni var dreift ókeypis meðal bænda.3 Allt kom samt fyrir ekki og mesti drag- bítur kvikf járrætarinnar var áfram vanfóðrun og horfellir. Nefndar- menn Landsnefndarinnar og Þórður Thoroddi og Stefán Þórar- insson amtmaður komu auga á ráð gegn vanfóðruninni, þ.e. að haft yrði eftirlit með ásetningi bænda og fóðrun, en stjórnvöld töldu að slíkt eftirlit yrði bændum ofviða og kom það því ekki til framkvæmda fyrr en síðar. Samfara framförum í jarðyrkju í Danmörku komu hingað tilskipanir og bréf varðandi akuryrkju. Ýmsir höfðu gert tilraunir með nýjar nytjajurtir og aðrir skrifað og bent á nauðsyn akuryrkjuátaks. Einn þeirra manna er fús var til akur- yrkjutilrauna var Björn Markús- son. Hann fór fram á styrk til verksins, sem hann fékk 1750 en þá töldu stjórnvöld það vel þess virði að reyna. Þrátt fyrir góðan vilja Björns urðu tilraunir hans ekki nógu árangursríkar en þeir Skúli Magnússon og Horrebow voru sannfærðir um að akuryrkja gæti gengið hér, ekki síður en í Síberíu. Fyrir tilstuðlan þeirra komu hingað erlendir bændur (árið 1752) er áttu m.a. að kenna íslendingum korn- yrkju. En það var sama þótt útlend- ingar ættu í hlut, ísland virtist ekki fallið til kornyrkju. Skúli vildi ekki gefast upp og fór fram á við stjórn- völd að öllum ábúendum tíu hundr- aða jarða og stærri yrði skipað að girða, plægja og sá korni í reit, búa til kálgarð, bera áburð á tún o.fl., ella sæta sektum. Stjórnvöld vildu ekki beita valdboði og létu nægja að amtmaður læsi bréf á Alþingi 1754 þar sem menn voru beðnir að gera þetta. Samt höfðu ráðamenn í hót- unum því hverjum þeim er notið hafði leiðsagnar erlendu bændanna og hirti ekki um framkvæmdir var hótað hegningu. Sýslumönnum var boðið að fylgjast með framkvæmd- um, úthluta því sáðkorni er stjórn- völd kváðust mundu senda og senda síðan árlega skýrslu um árangur- inn. Á Alþingi árið eftir var bréfið lesið aftur en ekki síðan enda komið annað hljóð í strokk veðurguðanna. Um 1770 lífgaðist áhugi stjórn- valda á kornyrkju aftur. Eitt af verkefnum Landsnefndarinnar var að kanna hvers vegna kornyrkjutil- raunir hefðu misheppnast og hvað mætti laga til þess að kornyrkja yrði hér til bjargræðis. Stjórnvöld gáfu út rit eftir Þórð Thoroddi: Þánkarum akuryrkju á íslandi, árið 1771 og dreifðu 1000 eintökum ókeypis um sveitir og hófu um líkt leyti sendingar útsæðiskorns hing- að upp.4 Landbúnaðarfélagið lét heldur ekki sitt eftir liggja og gaf útsæði og sendi fimm plóga ásamt ritlingum um notkun þeirra.5 Þrátt fyrir góðan vilja ráðamanna og verðlaunaveitingar vantaði sapi- vinnu náttúrunnar og árangurinn varð því ekki sem bestur. Lands- nefndinni þótti ekki fullreynt með kornyrkjuna og lagði þess vegna til að fleiri tilraunir yrðu gerðar. Jafn- framt lagði nefndin til að grasrækt skipaði stærstan sess í jarðyrkj- unni. Því var gefin út tilskipun um sléttun túna og hleðslu garða árið 1776. Töldu embættismenn að væn- legast yrði að beina athyglinni fyrst að túna- og engjabótum. Með til- skipuninni voru bændur skyldaðir til að hlaða garða um tún sín eða gera skurði. Árlega skyldi ábúand- inn hlaða sex faðma grjótgarð, eða átta faðma torfgarð, fyrir sjálfan sig sem og hvern verkfæran karl- mann sem hann hafði til verka. Þá áttu ábúendur einnig að slétta ár- lega sex ferfaðma af túni (sex fyrir sig og sex fyrir hvern vinnumann). Stjórnvöld hótuðu sektum ef fram- kvæmdir yrðu ekki sem skyldi og hétu verðlaunum ef menn gerðu meira en tilskihð var. í tilskipuninni var einnig getið um verðlaun fyrir kornyrkju og garðrækt og menn hvattir til að nýta sér það fræ er stjórnvöld hugðust senda. Tilskip- uninni var fylgt eftir með bréfum til amtmanna þar sem þeim var boðið að hafa góðar gætur á að henni væri framfylgt og jafnframt að hvetja menn til framkvæmda. Jarðræktar- lögin voru þýdd og prentuð á ís- lensku og dreift um sveitir svo fyrirmælin yrðu mönnum kunn. Einnig voru þau prentuð aftan við Atla Björns Halldórssonar og enn aftan við verslunartilskipunina 1787. Kannski var markið sett of hátt, a.m.k. varð árangurinn ekki sá sem stefnt var að. Margir byrjuðu þó að hlaða garða og fengu verðlaun fyrir, bæði frá stjórninni og Land- búnaðarfélaginu. Stjórnin sendi verðlaun fyrir garðahleðslu a.m.k. til ársins 1794 og Landbúnaðarfé- lagið til 1834.7 Minna var sléttað af túnum en einna mest var gert í sveitum þar sem embættismenn gengu á undan með góðu fordæmi.8 Það er eins og stjórnvöld hafi verið í nokkrum vafa hversu hart tilskip- uninni skyldi fylgt eftir. í harðind- SAGNIR 37

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.