Sagnir - 01.04.1987, Page 41

Sagnir - 01.04.1987, Page 41
 .rmnr Kartöflugarðar við Akureyri 1820. Ef marka má þessa mynd hafa Akureyringar hlýtt boði konungs um garðrækt. að fjárhagsvandræði biskupsstóls- ins hafi fremur ráðið ferðinni. Samt var gert ráð fyrir að öllum kvöðum yrði létt af jörðum og greiðslukjör- in voru höfð aðgengileg, sérstak- lega ef ábúandi átti í hlut. Jarðir Hólastóls voru seldar er stóllinn var lagður niður, um aldamótin 1800, og enn voru það fjárhagsvandræði er réðu stefnunni en greiðslukjörin voru höfð hagstæð sem áður. Mun greiðlegar gekk að selja jarðir Hólastóls, auk þess sem jarðaverðið var hærra norðanlands en Móðu- harðindin settu svip sinn á söluna sunnanlands. Stórbreyting varð á eignarhaldi jarða við jarðasöluna og fjöldi jarða í sjálfsábúð jókst. Uppskeran Máltækið kunna: „Það uppsker hver sem hann sáir” á varla við um þann afrakstur er varð af fram- faraviðleitni Dana hér á síðari hluta 18. aldar. Danir sýndu mikinn vilja til að auðga íslenskan búskap, vilja sem hlaut að drepast í dróma ís- lenskra aðstæðna. Hverjum er um að kenna? Einna auðveldast er að koma sökinni á máttarvöldin. Það má spyrja hver árangurinn hefði orðið ef ekki hefðu verið harðindi, Síðueldar, Suðurlandsskjálftar og fjárkláði? Einnig má, að venju, kenna Dönum um eitthvað. Þessi framfaraviðleitni var hugarfóstur mennta- og fyrirmanna, manna sem ekki voru á sömu bylgjulengd og hinn venjulegi íslenski Jón. Spegil- mynd þessa ástands sést í þróunar- aðstoð dagsins í dag. Það er einnig hugsanlegt að þær aðferðir er Danir beittu hafi ekki verið heppi- legar, tilskipanir hafi komið illa við fólk. Hvað sem því líður hefðu Danir getað staðið sig mun betur við innflutning verkfæra.M En sökin liggur einnig hjá íslend- ingum sjálfum. Fólk sem býr á mörkum hungurs tekur ekki áhættu.1'' Það er t.d. heldur ólíklegt að bóndi, sem á allt sitt undir hey- forða, tæti innan úr þúfu, þótt fínn karl í Kaupmannahöfn segi honum að gera það. Hann tæki þá áhættu að grasvöxturinn yrði ekki sá sami og áður. Hann slær því þúfurnar eins og forfeður hans og nýtur þess að hafa meira yfirborð - og meira hey - en á flatri jörð.16 Það skiptir einnig töluverðu máli að flestir bændur voru leiguliðar og sátu oftast ekki nema skamman tíma á jörð. Við þær aðstæður er tæplega hægt að búast við miklum jarða- bótum. Bönd vanans stríddu móti „grasáti”1 og hvað var þá við mat- jurtagarð að gera? Lágu ekki ör- lögin í hendi skaparans, sem refsaði fyrir hverja yfirsjón og mótþróa gegn vilja hans? Var þá ekki betra að hafa sig hægan en gera breyt- ingar, sem enginn vissi hvort leiddu eitthvað betra af sér? Tilvísanir 1 Lovsamlingfor Island IV (Kh. 1854), 288. 2 Jón Eiríksson: „Forspjall.” Ferða- bók Ólafs Ólavíus (Rv. 1964), 21. 3 Þorkell Jóhannesson: Saga íslend- inga VII (Rv. 1950), 237. 4 Jón Eiríksson, 22. 5 Jón Eiríksson, 26. 6 Þorkell Jóhannesson: Búnaðarfélag íslands. Aldarminning. Búnaðar- samtök á íslandi 1837-1937 (Rv. 1937), 46. 7 Þorkell Jóhannesson: Búnaðarfélag íslands 88. 8 JónEiríksson,22. 9 Sigurður Sigurðsson: Búnaðarfélag íslands. Aldarminning. Búnaðar- hagir(Rv. 1937), 118-19. 10 Þorkell Jóhannesson: Saga íslend- inga VII, 254. 11 JónEiríksson,30. 12 Jón Eiríksson, 32-3. 13 Sigurður Sigurðsson (1937), 154. 14 Þorkell Jóhannesson Saga íslend- inga VII, 259-60. 15 Jón Ormur Halldórsson: „Kenning um eðli almennrar fátæktar.” Sam- félagstíðindi. Timarit þjóðfélags- frœðinema 1 (1984), 160. 16 íslandsleiðangur Stanleys 1789. Ferðabók. (Rv. 1984), 130. 17 Þorkell Jóhannesson Saga íslend- inga VII, 246. SAGNIR 39

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.