Sagnir - 01.04.1987, Side 70

Sagnir - 01.04.1987, Side 70
Jón Ólafurísberg Æra etatsrác Vegna hins mikla ófriðar er geisaði í Evrópu voru tengsl íslands og Danmerk- ur orðin frekar lítil. Danir höfðu gengið í lið með Napoleon eftir árás Breta 1807 og urðu því að sæta hafn- banni sem aðrir stuðningsmenn hans. Þetta varð til þess að þeir áttu erfitt með að halda uppi siglingum og stunda verslun við íslendinga.1 Hafnbannið gat orðið íslendingum skeinuhætt því hér máttu einungis versla þegnar Danakonungs. Hvað var þá til ráða? Trampe stiftamtmaður og Magnús Stephensen höfðu siglt til Kaupmannahafnar haustið 1807 og dvöldust þar um veturinn. í Kaup- mannahöfn lagði Magnús fram til- lögur um breytingar á verslunar- málum, enda óttaðist hann mjög hungursneyð í landinu ef hafnbann- inu yrði fram haldið. Öllum tillög- um Magnúsar um breytingar í átt til meira frjálsræðis, þar á meðal, um verslun við hlutlausar þjóðir, var stjórnin andvíg. Það varð hins vegar úr ráði að stjórnin, samkvæmt til- lögu Trampes, ákvað að veita skip- stjóra og áhöfn á hverju skipi verð- laun er kæmist með vörur til lands- ins. Einnig var boðið upp á vátrygg- ingu skipanna. Þrátt fyrir þetta voru kaupmenn tregir til að senda skip sín til íslands og báru því við að verslanir væru vel birgar.2 Um miðjan janúar 1809 kom breskt skip hlaðið vörum til lands- ins. Vöruskortur var því að éinungis eitt skip hafði komið með vörur síðan sumrið 1807.3 Mætti ætla að koma þess hafi verið kærkomin en 68 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.