Sagnir - 01.04.1987, Side 71
SumariÖ 1809:
Það er stríð í Evrópu,
breskur kaupmaður siglir
til íslands og þótt hann
hafi verslunarleyf er
öllum sem skipta við
hann hótað lífláti.
Kaupmaðurinn lætur
handtaka stifl-
amtmanninn og gerir
danskan skósvein sinn
að kóngi yflir íslandi.
Hvemig brugðust
íslensku embættis-
mennimir við
valdaráninu? Hver
var afstaða
háyfiirdómarans og
etatsráðsins Magnúsar
Stephensens ? Æra hans
beið hnekki þetta
sumar. En var
hannsekur?
sins
svo var þó aldeilis ekki. ísleifur
Einarsson dómari í Landsyfirrétt-
inum er gegndi störfum stiftamt-
manns í fjarveru Trampes, bannaði
Bretunum að versla.4 Orðtakið
„nauðsyn brýtur lög” átti ekki upp á
pallborðið hjá ísleifi. Skipið var í
eigu breska kaupmannsins Phelps
og ferðin var að öllum líkindum
farin fyrir atbeina Josephs Banks,
áhrifamanns í bresku stjórninni og
íslandsvinar.s Fulltrúar Phelps
voru Savignac og Daninn Jörgen
Jörgensen. Bretarnir létu þó ekki
Jörgen Jiirgensen hundadagakóngur og
hæstráðandi til sjós og iands.
Stiftamtmaðurinn Frederik Christoffer
Trampe greifi. Greiddi fégræðgi
Trampes götu Jörundar til valda?
deigan síga enda komnir langan veg
á skipi, hlöðnu vörum. Úr ráði
verður þeir að hertaka skipið Justi-
tia, sem hafði komið haustið áður,
og vörur úr því, sem hafði verið
skipað upp í Hafnarfirði. Að frum-
kvæði þeirra Frydensbergs land- og
bæjarfógeta og Koefoeds sýslu-
manns í Gullbringu- og Kjósarsýslu
var gengið til samninga.6 Með
samningunum var Bretunum leyfð
verslun. Þeir settu upp búð í
Reykjavík og var Savignac fyrir
henni, en Jörundur sigldi utan til að
ná í meiri vörur.
Trampe kom til landsins í júní-
mánuði á eigin skipi hlöðnu varn-
ingi. Hann hafði þá um vorið
keypt verslunarhús og vörulager
Adzer Knudsens í Reykjavík.7 Aug-
ljóst er að stiftamtmaðurinn hefur
ætlað að notfæra sér neyðina til að
græða sem mest, enda seldi hann
dýrar en aðrir og fyrirbauð lægra
verð.s Pappírslaus kom hann heldur
ekki. í auglýsingu frá kónginum er
hann sendi sýslumönnum Suður-
amtsins, amtmönnum og landfó-
geta, var öll verslun við Breta
bönnuð að viðlögðu lífláti. Trampe
hafði enga heimild til að senda út
þessa auglýsingu, því hún var löngu
fallin úr gildi og það vissi hann vel.
Tilskipunin sem í gildi var, og
Trampe vildi ekki sýna, kvað á um
að breskir þegnar skyldu fangels-
aðir og eignir þeirra gerðar upp-
tækar. Einnig var þess getið að þeir
er hefðu samskipti við Breta ættu
að fara beina leið í steininn. Hvergi
var minnst á dauðarefsingu.9 Var
Trampe að vernda eigin verslunar-
hagsmuni með þessu uppátæki?
Fjórum dögum eftir komu
Trampes, sigldi breskt herskip inn á
Hafnarfjörð. Tilgangur ferðar þess
var að veita verslunarleiðangri
Phelps, sem væntanlegur var, her-
skipavernd.10 Það lítur út fyrir að
bresk stjórnvöld hafi ætlað að
brjóta aftur þau verslunarlög er hér
giltu. Enda fór svo að Nott skip-
herra neyddi Trampe til samninga,
þar sem kveðið var á um að
breskum þegnum skyldi heimilt að
versla á íslandi og hafa þar ból-
festu.11
Samningurinn var sendur sýslu-
mönnum Suðuramtsins og amt-
mönnum, en hann var aldrei birtur
opinberlega. Almenningur vissi því
ekki betur en fyrri auglýsing væri í
fullu gildi.12
SAGNIR 69