Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 74

Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 74
gat ómögulega munað, er hann þurfti að rif ja það upp, hvenær hann kom til Reykjavíkur. Þetta minnis- leysi hans og sá þokuslæðingur óvissu er umlykur atburðina gerir allt gruggugt í meira lagi. Sunnudaginn 2. júlí lét Jörundur handtaka ísleif Einarsson og setja í varðhald. Ástæða þessa var sú, að sögn Jörundar, að ísleifur hafi ætlað að safna liði og fá Magnús með sér til að drepa sig. Þetta tókst ekki, vegna þess að Magnús ljóstr- aði upp um áform ísleifs um leið og hann kom í bæinn, sé að marka óljósan áburð Jörundar og skoðun Isleifs.19 Þessi áburður Jörundar var Magnúsi síðan til trafala allt hans líf og æra hans beið hnekki. Magnús segir svo frá í bréfi til yfirmanns síns í Danmörku sex árum síðar, að hann hafi komið til Reykjavíkur síðdegis á sunnudag og þá hafi þegar verið búið að handtaka ísleif. í verslunarbúð Petræusar hafi hann hitt þá Sívert- sensfeðga, ásamt Petræusi og skömmu síðar hafi Phelps komið þangað inn og greint honum frá ástandinu. Á meðan á spjalli þeirra stóð hafi Jörundur komið aðvífandi með vopnað lið og bannað Magnúsi að yfirgefa húsið að viðlagðri dauðarefsingu. Dómstjórinn lét sér hvergi bregða, að eigin sögn, heldur hélt ræðustúf yfir Phelps, þar sem hann sagði að svona athæfi væri kolólöglegt, en hvað sem því liði, yrði að halda uppi lögum í landinu. Eftir ræðuna hafi hann gengið út til að tala við Jörund og beðið hann að leysa Trampe úr haldi, en er það gekk ekki, bað hann um að Lands- yfirrétturinn fengi að starfa og var það leyft. Magnús heldur því einnig fram í bréfinu að það hafi verið Savignac sem hafi borið það á sig að hann stæði í einhverju samsæri með ísleifi.20Segir Magnús satt og rétt frá eða er þetta uppspuni? Ólíklegt er að Magnús hafi ekki komið í bæinn fyrr en á sunnu- daginn. Hann tilgreinir í bréfi frá 14. júlí 1809 að hann hafi komið á laugardegi, en síðar þegar áburð- urinn á hann er kominn fram, segist hann hafa komið á sunnudegi.21 Hvað var Magnús að gera og hvar var hann niðurkominn þessar ör- lagaríku stundir? Því er ómögulegt að svara með vissu, og ekki er allt sem sýnist. Af hverju hélt Magnús til hjá Petræusi, umboðsmanni Phelps, hvaða erindi áttu Sívert- Geir Vídalín biskup. Studdi biskupinn hundadagakónginn? sensfeðgarnir við hann, hvað fór þeim á milli, Magnúsi og Phelps? Magnús sýndi nýju valdhöfunum engan mótþróa og hann lét sig hand- töku ísleifs engu skipta. Orðrómur- inn um liðssafnað ísleifs var senni- lega bara orðrómur og ekkert annað, aldrei viðurkenndi ísleifur að hann hefði ætlað að fara að Jörundi, en slíkt hefði þó einungis getað orðið honum til framdráttar. Trampe hélt því fram að Jörundur hefði sjálfur komið orðrómnum af stað til að hafa ástæðu fyrir hand- töku ísleifs.22 Handtaka ísleifs var því til þess eins að sýna hver hefði valdið og hvernig það yrði notað ef menn væru ekki samvinnuþýðir. Jörundur þurfti ekki að óttast and- stæðinga; þegar hann sendi embættismönnum landsins þá fyrirspurn hvort þeir ætluðu að gegna embætti áfram, svöruðu flestir játandi, þar á meðal Magnús. í svari sínu sagði hann m.a. Að, eins og ég í viðtali við hlut- aðeigendur gat talið þá á að láta núverandi lög og tilskipanir vera í gildi, eins og nú hefur verið opinberlega birt, ... vil ... égleysaafhendiembættis- störf mín áfram.23 Hvers vegna var Jörundur tekinn fram yfir einvaldskónginn danska? Því má svara með annarri spurn- ingu: Hvað annað gátu menn gert? Bretarnir létu sem breska stjórnin stæði á bak við valdaránið og ís- lendingar gætu fengið að finna til tevatnsins væru þeir eitthvað upp á kant.24 Þeir réðu einnig yfir öllum matvælum og aðflutningum.25 Magnús Stephensen hafði fengið þau fyrirmæli frá kónginum, er hann var í Kaupmannahöfn vetur- inn 1807-8 að hann ætti að nota pennann en ekki sverðið ef landið yrði fyrir árás.26 Og íslendingar áttu engin vopn, korði háyfirdóm- arans hefði varla breytt miklu. Sekur eða saklaus? í þessu máli eru margir lausir endar og því miður virðist sem heimildum hafi verið spillt að ásettu ráði. Þannig segir Geir biskup Vídalín í bréfi til Árna Gíslasonar prófasts á Stafafelli 12. febrúar 1810, Yðar velværuverðugheita bréfi á síðastliðnu sumri orsök- uðu að við Jörgensens yður senda Proclamation, hef ég engu svarað, þar hans ríki, sem vel var, var skömmu eftir upp- hafið. En þar í bréfinu voru sumar þær udeladelser, er ég óttaðist fyrir ef að menn kynnu að steita sig á þessum tindum ef það kæmi fyrir alþýðu augu, þá hefi ég stungið því undir stól, hvað ég ekki vildi undanfella að tilkynna yður, svo þér einnig kippið því út úr kopíubók yðar.27 Hvað var blessaður biskupinn að fela? Á Magnús Stephensen verður ekkert „óheiðarlegt” sannað, til þess skortir öll gögn, dylgjur duga þar ekki til. Upprunalega kemur áburðurinn á Magnús fram í bók Hookers, Trampe notfærir sér bók þessa sem heimild er hann skrifaði kansellíinu bréf um atburðina 1813. í bréfi þessu heldur Trampe því fram að afstaða Magnúsar til Jör- undar „hafi komið óafmáanlegum bletti á æru etatsráðsins”.30 Einsog áður hefur verið vikið að tel ég bók Hookers vafasama heimild um at- burðina og verður hún því vart notuð til að sakfella einn eða neinn. Á það er rétt að benda að danska stjórnin rannsakaði aldrei málið til hlítar og það eitt gefur vissar hug- myndir. Spyrja má: voru svo margir flæktir í málið að vandræði hlytust 72 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.