Sagnir - 01.04.1987, Qupperneq 76

Sagnir - 01.04.1987, Qupperneq 76
Magnús Hauksson Minnisvarðinn á Þinghól um einveldis skuldbindinguna 1662. Einveldissk Þetta var svosem ekki í fyrsta skipti sem lítilmagninn varð að láta kúgun og dólgshátt þeirra stærri og sterkari yfir sig ganga á þessum stað. Þarna var þingstaður um aldir, þriggja hreppa þing, og heimildir greina m.a. frá því að sakamenn hafi verið teknir af lífi í nágrenni við þingstaðinn. í grenndinni eru nokkrar dysjar sem minna á þessa skuggalegu atburði. Hjónadysjar eru rétt austan við Hafnarfjarðar- veginn milli Kópavogslækjar og Fífuhvammsvegar, Systkinaleiði munu nú vera komin undir Fífu- hvammsveg.1 Það var þarna á hólnum, þingstaðnum, sem andlegir og veraldlegir leiðtogar landsins undirrituðu einveldisskuldbinding- una svokölluðu 1662. í kennslubókum og víðar er oft sagt frá atburðum í Kópavogi á þann veg að þjóðerniskenndin hlýtur að vakna við. Lítum á eitt dæmi, trúlega hið þekktasta. Það er Jónas Jónsson sem segir frá: Árni Oddsson lögmaður setti þingið. Herskip danskt lá þar örskammt frá vognum, hjá Bessastöðum. Höfuðsmaður lét allmikla sveit vopnaðra her- manna koma á fundinn í Kópa- vogi og skipaði þeim í hring utan um þingheim. Lét Bjelke fyrst vinna konungi hollustueið og gekk það greiðlega. Að því búnu dró hann upp einvalds- skuldbindinguna og þótti þá þingmönnum vandast málið. Þegar ég var að hef ja nám við Menntaskólann í Kópavogi fór busavígslan þannig fram að eldri nemendur tóku hvern busa fyrir sig og smeygðu poka yfir hann. Til að busarnir gætu séð fót- um sínum forráð var gat á botni hvers poka og stóð höfuð busans þar út um en hendurnar voru fjötraðar í pokanum. Eftir að allur mannskap- urinn hafði verið þræddur upp á all- langan streng var trossan dregin í lögreglufylgd niður að Þinghól. Þinghóll er fyrir botni Kópavogs, norðan við Kópavogslækinn og vestan við Hafnarfjarðarveginn. Þarna við hólinn varð hver busi að bergja á miði sem sérstaklega hafði verið bruggaður af þessu tilefni. Hafði verið séð fyrir því að föng þryti ekki og dugðu ekki minni ílát en allstórar tunnur. Eins og gefur að skilja sætti fólk sig misvel við með- ferðina, sumir meira að segja frekar illa, og sýndu mótþróa eftir mætti en voru ofurliði bornir. Virt- ist ofbeldi eldri nemenda engin tak- mörk sett því þeim busum sem létu ófriðlega var stungið í tunnurnar, öfugum. Erfðahyllingin í Kaupmannahöfn 18. október 1660. 74 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.