Sagnir - 01.04.1987, Síða 78

Sagnir - 01.04.1987, Síða 78
Mynd Halldórs Péturssonar af erfðahyllingunni i Kópavogi 1662. Myndin sýnir Bjelke benda Brynjólfi biskupi á hermenn- ina. Við skulum nú rifja atburði að- eins betur upp en einnig huga að því hvort einveldisskuldbindingin breytti miklu. Hvað fól hún í sér? Var hún einungis form eitt eða málamyndagerningur? Voru ef til vill einhverjir baksamningar gerðir um það að hún hefði engin áhrif eða önnur áhrif en hún segir til um? Hvað gerðist 1662? Atburðarásin hefst úti í Danmörku. Þar hafði kóngurinn verið kjörinn af aðli landsins um langa hríð. Þessi háttur á konungsvali leiddi til þess að konungsvaldið varð að taka meira og minna tillit til aðalsins í stjórnarathöfnum. Vaxandi borg- arastétt undi illa sínum hlut og sá ofsjónum yfir sérréttindum aðals- ins. Því gerðist það að konungur og borgarar tóku höndum saman og stilltu aðalsmönnum upp við vegg. Þeir urðu að láta af hendi nokkuð af réttindum sínum og áhrifum. 10. janúar 1661 var samþykkt að Dan- mörk yrði eftirleiðis erfðaríki og konungurinn einvaldur. 7. ágúst sama ár gengust Norðmenn undir samskonar skuldbindingar. Þegar leið á næsta ár var komið að íslendingum.3 24. mars ritaði kon- ungur þeim bréf og hefur það vænt- anlega komið til landsins með fyrstu skipum um vorið. Þetta bréf var þess efnis að einn prófastur, tveir prestar, tveir lögréttumenn og tveir bændur úr hverri sýslu skyldu mæta á Þingvöllum um sumarið, auk lögmanna og biskupa, og sverja konungi arfhyllingareið. Var gert ráð fyrir að höfuðsmaðurinn, Hen- rik Bjelke, tæki eiðana 30. júní, en um það leyti stóð þing yfir. Ein- hverjir kunna að hafa undrast að konungshylling skyldi eiga að fara fram þetta sumar. Það var venja að hylla konunga þegar þeir tóku við völdum. Friðrik 3., ríkjandi Dana- konungur hafði verið hylltur 1649 þegar hann settist á konungsstól. Þeir sem til voru kvaddir komu á tilsettum tíma en skipi höfuðs- mannsins seinkaði aftur á móti svo hann kom ekki til landsins fyrr en 12. júlí. Þingstörfum var þá lokið eða rétt ólokið og menn lagðir af stað heim enda ekki til setunnar boðið, hábjargræðistíminn fram- undan og mál að fara að bera ljá í gras. Fundarmenn skildu eftir bréf dagsett 30. júní þar sem þeir biðja sinn „náðugasta herra og kong auð- mjúklega” að hafa sig afsakaða í þetta sinn; þar eð þeirra „elsku- legur lénsherra er forfallaður” þá dragist það undan „að fullkomna kong. Mayst. boð og befalningu um arfhyllingareið.”'1 Bjelke hafði nú engar vöflur á og sendi þrjá menn af stað, hvern í sína átt, með boð um að mannskapurinn kæmi til Bessastaða 26. júlí svo eiðar gætu farið fram. Flestir urðu við þessu, þó vantaði í hópinn nokkra þeirra sem lengst áttu að fara af Vestfjörðum og Austfjörð- um. Hefur þeim skiljanlega ekki litist á að leggja þegar í stað upp í aðra langferð rétt nýkomnir úr þingreið. Af einhverjum ástæðum dróst það til 28. júlí að eiðar yrðu teknir. Kann skýringin að vera sú að 27. var sunnudagur og menn viljað halda hvíldardaginn heilagan. Á mánudag hélt allt liðið á Þinghól og sór kon- unginum, Friðriki 3„ arfhyllingar- 76 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.