Sagnir - 01.04.1987, Page 80

Sagnir - 01.04.1987, Page 80
sínum. Það má því vel vera rétt að Brynjólfur biskup hafi látið munn- lega í ljós „að íslenzkir vildi ei gjarna svo sleppa frá sér öllum pri- vilegiis í annara hendur”.7 Einveldi, hvað felst í því hugtaki? Með undirritun einveldisskuld- bindingarinnar er litið svo á að ein- veldi komist formlega á hér á ís- landi. En hvað felst í því að einveldi sé komið á? Ef við lítum á Konunga- lögin, sem komu að vísu ekki til sögunnar fyrr en 14. nóv. 1665, þremur árum eftir að einveldis- skuldbindingin var undirrituð á ís- landi, má fá hugmynd um hvaða merkingu Danakonungur og nán- ustu ráðgjafar hans lögðu í hugtakið einveldi. Þar segir m.a. að einvaldur arfakóngur Dan- merkur og Noregs skuli hald- inn og virtur héðan í frá af öllum undirsátum sem hið æðsta og hæsta höfuð hér á jörðu yfir öllum mannanna lögum, og hefur hann ekkert annað höfuð né dómara yfir sér, hvorki í geistlegum eða veraldlegum sökum utan Guð einan.8 Nánar er kveðið á um valdsvið konungs í einstökum atriðum og má nefna að hann hefur óskoraðan rétt til að lýsa yfir stríði og friði, leggja á skatta og önnur gjöld og skipa og setja af embættismenn. Mikilvæg- asta ákvæðið hefur án efa verið það sem veitti honum rétt til að setja lög og gefa út tilskipanir eftir sínum eigin góða vilja og „velbehag”; enn- fremur að skýra, breyta, móta, skerða og beinlínis fella úr gildi lög sett af honum sjálfum eða forfeðr- um hans.9 Þeir sem undirrituðu einveldis- skuldbindinguna 1662 afleggja („renuncerer”) fyrir sína hönd og sinna eftirkomenda alt það, sem í fyrri vorum frí- heitum, landslögum, Recess og Ordinanzíu kann finnast að stríða í mót Majestatis rétti ellegar maklega má þýðast að vera í mót Majestatis réttri ein- valdsstjórn og fullkomnum rík- isráðum.10 Aðalreglan sem þarna er skýrt kveðið á um er að réttur konungs gangi fyrir fornum réttindum og fríheitum íslendinga. Er sýnt að með einveldisskuldbindingunni fær konungur Danmerkur formlega allt æðsta valdið í málefnum íslands og íslendinga í sínar hendur og virðist enginn mannlegur máttur setja því nokkur takmörk. Allir þrír þræðir ríkisvaldsins, framkvæmdarvald, dómsvald og löggjafarvald, eru hér eftir í höndum konungs.11 Þar með er ljóst að t.d. ákvæði Gamla sátt- mála um að konungur skuli láta ís- lendinga ná íslenskum lögum fellur úr gildi. Þetta ákvæði höfðu íslend- ingar oft minnt erlenda valdsmenn á í aldanna rás enda fól það í sér að konungur var bundinn „þeim skil- daga að fara að íslenskum lögum, þ.e. lögum sem íslendingar höfðu samþykkt”.12 Fyrirvarar Skyldu nú íslendingar hafa gert einhverja fyrirvara á undirskrift sinni? Sigurður Ólason lögfræðing- ur hefur haldið því fram. Hann telur að líta beri á bréf íslendinga til konungs sem fyrirvara og ályktar um leið að einveldisskuldbindingin hafi aðeins verið „(málamyndar)- gerningur” eins og vitnað er til í upphafi greinar.13 Ennfremur gerir hann ráð fyrir að Bjelke höfuðs- maður hafi gert munnlegt sam- komulag við íslendinga. Lætur hann sér detta í hug að sunnudag- urinn 27. júlí hafi farið í einhvers- konar samningaviðræður. Athuga- semdalausa móttöku höfuðsmanns- ins á bréfum leikra og lærðra beri að líta á sem samþykkt fyrirvar- anna fyrir hönd konungsvaldsins. Sigurður telur ennfremur að í ræðustúfi sínum á Kópavogsfundi hafi Brynjólfur biskup gert munn- legan fyrirvara á undirskrift ein- veldisskuldbindingarinnar.14 Tvö síðari atriðin eru á mjög veikum rökum reist vegna heim- ildaskorts. Það er aftur á móti vel líklegt að á Kópavogsfundi hafi átt sér stað einhverjar viðræður milli íslendinga og Bjelkes um stjórnar- hætti. Einnig er trúlegt að íslend- ingar hafi látið koma fram að þeim væri óljúft að láta af hendi forn réttindi sín. En það er ekki hægt með góðu móti að álykta af sneplum Árna Magnússonar að Brynjólfur hafi lýst því yfir í tölu sinni „að ís- lendingar skrifuðu að vísu undir, en með þeim ákveðnu skilmálum og fyrirvörum, að þeir héldu allt að einu fyrri réttindum óskertum.”is Finnst Sigurði undirritun Brynjólfs strax eftir töluna styðja þessa álykt- un. Hvergi er að finna öruggar heimildir fyrir því að Brynjólfur hafi gert fyrirvara á undirskrift sinni eða annarra. Engar heimildir eru heldur til um hvernig Bjelke hefur brugðist við bréfagerð landsmanna eða hvort hann hefur gert einhverjar athuga- semdir eða fyrirvara þegar hann tók við bréfunum. Hefur Bjelke ekki einungis gengist inn á að koma bréfunum til konungs svo hann gæti tekið þau til vinsamlegrar athugun- ar án nokkurra frekari skuldbind- inga um að óskir íslendinga næðu fram að ganga? Bréfin eru greinilega engir fyrir- varar að formi til heldur bænar- skrár. Þau eru kölluð „supplicatiur” í fyrirsögnum.16 í þeim eru ekki sett nein skilyrði fyrir undirritun ein- veldisskuldbindingarinnar heldur er um að ræða mjög auðmjúklega orðaðar beiðnir um ýmis mál. Tekið er til orða á þá leið í báðum bréf- unum að þar sem íslendingar hafi nú svarið arfhyllingareið að ósk konungs biðji þeir konung um að til- teknar óskir þeirra nái fram að ganga. Meðal annars er farið fram á að landsmenn fái að halda fornum lögum og réttindum sínum áfram. Konungur hafði alveg í hendi sinni hvort hann tók tillit til óska íslend- inga eða ekki. Glötuð skýrsla? Nú skulum við leyfa okkur að fara örlítinn útúrdúr í framhaldi af tali um fyrirvara og heimildaskort. Jón Þorkelsson og Einar Arnórs- son töldu að einu sinni hafi verið til skýrsla Brynjólfs biskups um Kópa- vogseiðana. Ef svo hefur verið er mikill skaði að hún varðveittist ekki því vafalaust hefði hún verið „dá- indisfróðleg” eins og þeir segja.17 Brynjólfur var ein aðalpersónan í Kópavogi sumarið 1662 og mátti gerst vita um alla atburði, bæði þá er gerðust fyrir opnum tjöldum og bak við tjöldin. Þeir félagar, Jón og Einar, vísa til þess í neðanmálsgrein að registur við það bindi af bréfabók Brynjólfs biskups, sem tekur yfir árið 1662, segir svo til, að í bókinni eigi að 78 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.