Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 9
ÞÆTTIR
55
stjórn. Rök hafa verið færð að því,
það getur varla orðið með núverandi
kosningafyrirkomulagi nema fyrir
tilviljun eina. Ef nokkuð annað vakir
fyrir stjórnmálaleiðtogum vorum, er
þeir ræða um ágæti meirihlutastjórn-
ar, en að þeir vilji skapa sínum eigin
flokki slíka aðstöðu en öðrum ekki,
þá ættu þeir að geta sameinazt um
að skapa ný kosningalög, er næðu
þeim tilgangi.
EKKI ER HÆGT að ræða hér að
neinu gagni þær breytingar, sem
æskilegt væri að gera á kosninga-
lögunum til þess að tveggja flokka
kerfi komist örugglega á fót. Tvær
leiðir hafa reynzt heppilegastar að
því marki með öðrum þjóðum. Ann-
ars vegar er sú, að höfð séu eintóm
einmenningskjördæmi eins og t. d. í
Bretlandi, en hins vegar, að æðsta
stjórn landsins sé kosin einfaldri
meirihlutakosningu, en nærri því
lagi eru forsetakosningar í Banda-
ríkjunum. Hvort tveggja stuðlar að
því, að flokkar sameinist og skipi sér
í tvær höfuðfylkingar, en smáflokk-
ar eigi erfitt uppdráttar. Væntanlega
gefst síðar tækifæri til frekari um-
ræðna um þessi mál í Nýju Helga-
felli.
• bi
AÐ LOKUM viljum vér þakka for-
sjóninni fyrir þá ráðstöfun að láta
Skálholtshátíðina fylgja í kjölfar
þessara kosninga, sem virðast ætla
að verða venju fremur harðvítugar
og mannskemmandi. Gefst þá gott
tækifæri til að þvo orustublóðið af
köppunum, og treysta má því, að Páll
biskup sjái fyrir rigningu, en Skál-
holtsnefnd fyrir því, að hvergi verði
afdrep. Ef annað þrýtur, mun Helgi
Hjörvar hella úr skálum réttlátrar
reiði og umvöndunar yfir söfnuðinn.
Er það álit vort að enginn mundi sitja
betur biskupsstól í Skálholti af núlif-
andi mönnum en Helgi, sakir höfð-
ingsskapar og málsnilldar, en þó
einkum sakir fagurs og kristilegs
þenkimáta. Mundi honum gefast þar
tækifæri til að brjóta Tungna- og
Skeiðamenn til hlýðni og kenna þeim
nýja siði og fagurt líferni, eins og
það áður var á uppvaxtarárum Árna
Þórarinssonar. Færi vel á því að
Helgi yrði til að hefna þannig fyrir
hrakyrði séra Árna um Snæfellinga.