Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 31

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 31
UM PÓLlTlSKA SÁLSÝKI 77 Sérhver Þjóðverji er hrifinn af „Goethe vor- um", eins og hann hafi átt þátt í að skapa hann, sérhverjum Bandaríkjamanni hitnar um hjartarætur, þegar minnzt er á frelsisstríð þeirra, eins og hann hefði sjálfur barizt í því. En hin miður ánægjulegu verk skipa ekki slík heiðurssæti í meðvitund mannsins. Sum óhappaverk hafa jafnvel í för með sér eins- konar lost eða „sjokk", og þess vegna verða þau að gleymast og bælast sem fyrst. Goethe vor, Beethoven vor, fósturjörð vor, er óað- skiljanlegur hluti sjálfsvitundarinnar. En Auschwitz vor, börnin, sem vér myrtum með gasi, styrjöldin, sem v é r komum af stað — öllu þessu verður að þrýsta ofan í undir- djúp dulvitundarinnar. Bældar pólitískar geðflækjur hafa í för með sér hömlur eins og bældar kynduldir. Varan- leg lækning getur einungis átt sér stað með því móti að hefja hina bældu reynslu til vit- undar, hversu kvalafullt sem það kann að vera. Foringjar þýzku þjóðarinnar einir geta komið slíkum geðverndaraðgerðum í fram- kvæmd gagnvart þjóð sinni. Refsing og auð- mýking, sem lagðar eru á þjóðina utan frá, gera aðeins illt verra. Sigurvegurunum sæm- ir að gleyma, en hinir sigruðu verða að læra að muna. Sameiginlegt óminni Annars eðlis er hin duida geðflækja, sem Frakkar þjást af, en áhrif hennar eru jafnvel ennþá auðsærri. Þegar lögleg ríkisstjóm Frakklands fór frá völdum í júní 1940 eftir uppgjöf hersins, sætti meiri hluti Frakka sig við ósigurinn og reyndi að koma á þolan- legu sambýli við hina þýzku sigurvegara. Bandamenn voru gersigraðir á meginland- inu, Englendingar algerlega einangraðir, og því virtist venjulegum ópólitískum Frakka þetta vera eina skynsamlega leiðin. Þegar de Gaulle hershöfðingi lýsti því yfir frá Lundúnum, að „Frakkland hefði að visu tap- að orustu, en ekki beðið ósigur í styrjöld- inni", sá hin einangraða franska þjóð, að þetta var ágætt slagorð, en fannst það hafa litla raunhæfa þýðingu. Einungis fáir þeirra hlýddu kalli de Gaulle og flýðu til Englands og gengu í hersveitir hans eða störfuðu í andspyrnuhreyfingunni heima í Frakklandi. Og þetta var mjög eðlilegt, því að allt við- nám virtist vera hrein vitfirring, en á öllum tímum og með öllum þjóðum hafa fífldjarfar hetjur verið mjög í minni hluta. Þáttaskil í styrjöldinni, nauðungarvinna Frakka í Þýzkalandi og margt annað veitti andspymuhreyfingunni byr í seglin. Þegar bandamenn hófu innrásina, unnu 20—40 þúsundir Frakka að skemmdarverkum, njósnum eða mynduðu skæruliðssveitir. En hugprýði og sjálfsfórn þessara fáu manna hafði engin áhrif á gang styrjaldarinnar. Frakkland var ekki frelsað af skæruliðum, heldur af hersveitum bandamanna, brezkum og bandarískum herflugvélum og skriðdrek- um. Leiðtogar Breta og Bandaríkjamanna breiddu yfir þennan beiska sannleika, og fyrir kurteisissakir gerðu þeir allt of mikið úr herfylgi Frakka. Næsta eðlilegt var, að franskir hershöfðingjar og stjómmálamenn tækju í sama streng, til þess að græða særða sjálfsvirðingu þjóðarinnar og hlífa henni við þeirri sám niðurlægingu að þurfa að viður- kenna, að hún ætti frelsi sitt erlendum her- sveitum að þakka. Af þessu leiddi, að þeg- ar ár var liðið frá atburðunum, vom flestir Frakkar orðnir sannfærðir um, að Frakkland hefði aldrei verið sigrað, að það hefði aflað sér frelsis og sjálfstæðis á ný af eigin ram- leik og hverjum um sig fannst hann hafa verið hugprúður andspymumaður, sem ekkert hafi skort nema tækifæri til að sanna það í verki. Þeim hefur tekizt svo vel að bæla minningarnar um hugsanir sínar og athafnir á hinum dimmu árum 1940—1943, að þetta tímabil myndar eyðu í frakkneska sögu. Þetta skýrir hvers vegna franskir kommúnistar urðu fjómm árum síðar stærsti stjómmálaflokkur Frakklands, enda þótt þeir hefðu frá 1939 til 1941 leynt og ljóst prédikað svik og uppgjöf og kallað viðnám gegn þýzkri árás „heimsyfirráðabrölt" og „styrjöld hinna ríku". Hið sameiginlega

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.