Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 19

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 19
lSLANDS ÞÚSUND ÁR 65 inu 1869 og skráði heimildina um atburð þennan, en silfurskjöldurinn var ekki með nokkru móti falur, þótt fast væri eftir gengið. Því er hann nú týndur eða horfinn sýn, en prjónninn skipar sinn sess á Þjóðminjasafn- inu. Hausinn á honum er svo vaxinn sem gínandi drekatrjóna og hringur í kjaftinum. Og enn liðu mörg ár, og þetta smáatvik gleymdist. En um síðastliðin aldamót, þegar Hjálmar Þorláksson, sem nú býr gamall mað- ur í Villingadal í Eyjafirði, var bóndi á Þor- ljótsstöðum, varð honum af tilviljun gengið fram á þennan sama stað. Fann hann þar kringlótta nælu af þekktri víkingaaldargerð og glerperlur tvær, sem sverja sig til sama tíma. Nælan og önnur perlan komu loks til Þjóðminjasafnsins eftir krókaleiðum 1948. Það vor var Þormóður Sveinsson frá Akur- eyri í kynnisför inni í Vesturdal og kom þá enn á kumlateiginn og fann nokkur manna- bein. Samsumars fór ég þangað með Þor- móði. Hann er elskhugi Skagafjarðardala, uppalinn að miklu leyti á sjálfum Þorljóts- stöðum, maður listrænn og fræðimannlega hneigður og þekkir dalinn bæði af hug og hjarta. Ákjósanlegri leiðsögumaður um Vest- urdal er ekki til. Við gerðum eftirleit á hin- um forna kumlateig og fundum eina gröf, sem þó bar þess öll merki, að hún hefði ver- ið opnuð fyrir löngu, því að bein öll og haug- fé voru á tvístringi, eins og kumlið hefði ver- ið mokað upp og holan fyllt aftur óskipu- lega. Sennilegt, að hér sé enn eitt dæmi um hauggröft til fjár eða góðra vopna, er menn hugðu til skamms tíma að kumlin geymdu. Við fundum ýmsar leifar af beinagrind úr fullorðnum karlmanni, m. a. kjálka í heilu lagi, en með þeim voru hundsbein mörg og nokkur hrossbein, sem sýndu, að dalbúi þessi hafði haft með sér hest sinn og hund 1 hina síðustu för. Af haugfé var fátt eitt eftir, og verður ekki getum leitt að því, hvað verið hefur í upphafi. Við fundum nokkra smáhluti, m. a. sprotaenda úr bronsi, svo lagaðan sem dýrstrjónu, og mundi hann hvar sem væri auðþekkjanlegur fomaldar- aripur. Hann er þó fyrir það merkastur, að hann er bókstaflega alveg eins og annar sprotaendi úr kumli nálægt Stafnsrétt í Svart- árdal í Húnavatnssýslu. Virðast báðir aug- Ijóslega verk sama manns, einhvers kopar- smiðs, sem hefur gert sér að atvinnu á 10. öld að selja glysgjömum dalakörlum gling- ur á reiðtygi sín. Við fundum ekki fleira, og líkast, að ekki sé fleira auðfundið á staðnum. Eftirtekjan eftir þennan kumlateig er rýr á 80 árum frá því uð hann fannst svo að sögur fari af. En að baki þessa fundar er mynd, sem ekki er óskemmtileg. Smáhlutimir allir eiga til frænda að telja á 10. öld, kringlótta nælan til að mynda er skreytt í Borróstíl, sem kennd- ur er við haugfé í kumlateigi Ynglingakon- unga á Vestfold, og íundizt hafa sams konar nælur í Noregi og Svíþjóð. Það er trúlegt, að á þessum kumlateig sé heygð fyrsta kyn- slóðin á Þorljótsstöðum, landnámsmennimir, sem annars em óþekktir og sögulausir. Kumlateigurinn, haugbúi með hest sinn og hund, smáhlutir með handbragði fornaldar, í svölum faðmi norðlenzkra dala, öllu þessu fylgir sterk kennd um líf hins nafnlausa manns í landinu og líkt og minning um upp- haf sögu vorrar, víkingaferðir, Ásatrú, land- nám á íslandi. Hver. veit nema þessi sterk- legi kjálki, sem ég veg í hendi mér, sé ein- mitt úr Þorljóti hinum óþekkta, þeim er land nam á Þorljótsstöðum í Vesturdal? Frá kumli hins fyrsta bónda á Þorljóts- stöðum er útsýn góð yfir landareign hans. Það er tómlegt um að litast, og maður spyr, hvað sé orðið starf Þorljótsstaðamanna í tíu hundruð sumur. Augað nemur staðar við gamla bæinn, sem flutt var úr árið 1940, lágreistan, vallgróinn, en nú hálfhruninn burstabæ eins og þeir voru til þúsundum saman á landi hér nálægt síðustu aldamót- um. Fimm hús snúa stöfnum fram á hlaðið, þar af þrír þilstafnar, bæjardyr í miðju, til vinstri handar úr þeim dyr til skála og aðrar inn í ranghala til eldhúss. Það er 4 metrar að lengd og 2,40 metrar að breidd, en um það bil þriðjungur húsrýmisins fer undir hlóðirnar, sem eru vel miklar, með tveimur

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.