Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 33

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 33
UM PÓLITÍSKA SÁLSÝKI 79 réðst gegn Hemingvay, Dos Passos, Faulkner og fleirum. „Mér virðist", sagði hann hæversklega, ,,að þessir nútíma skáldsagnahöfundar í Bandaríkjunum leggi sjúklegt kapp á að lýsa ofbeldisverkum. Af lestri rita þeirxa gæti maður haldið, að helzta skemmtun venju- legra borgara væri að fletja út nefið á ná- unga sínum og gefa honum glóðarauga. Nú er það staðreynd, að óbreyttur borgari kemst afar sjaldan um ævina í kynni við ofbeldi. Menn fara á fætur, sýsla í garðinum sín- um ..." Nú heyrðist hvinur í sprengju, sem féll örskammt í burtu. Loftvarnabyssurnar kváðu við með djöfullegum hávaða. Litli maðurinn beið þolinmóður, þar til hlé varð á þessum ósköpum, og hélt síðan máli sínu áfram of- urrólega: „Það, sem ég ætlaði að segja, var þetta: Venjulegur maður hefur mjög lítil kynni af ofbeldisverkum, og það er blátt áfram rudda- legt af listamanni að veria svo miklum tíma og rúmi til að lýsa þeim . . .". Eitt helzta einkenni á hegðun sálsjúks manns er, hve hann á bágt með að læra af fyrri reynslu sinni. Það er eins og hann sé í álögum, hvað eftir annað steypir hann sér í sömu vandræðin og endurtekur fyrrí mis- tök sín. Afstaða Breta gagnvart sameiningu Evrópu og stefna Frakka í innanríkismálum síðustu 30 árin virðast hafa ráðizt af slíkri endurtekningar-áráttu. Tundrið, sem hleypti síðari heimsstyrjöld- inni af stað, var krafa Þýzkalands um endur- heimt borgar, sem var umlukt pólsku land- svæði. Þjóðverjar gátu einungis haft sam- göngur við þessa borg eftir „göngum", sem lágu gegnum pólskt land. Samt var stríðinu ekki fyrr lokið en stjórnmálamenn Banda- rianna samþykktu að mynda ný göng af sömu gerð, en til annarrar borgar. Nafn hinnar fyrri var Danzig, hinnar síðari Berlín. Bak við hinn margþvælda sannleika, að „sagan endurtaki sig", leynast ókunn öfl, sem lokka menn til að drýgja á ný hin hryggilegu mistök sín. Auðsætt og mjög glöggt dæmi um slíka endurtekningaráráttu er hin svonefnda frið- kaupastefna. Árin eftir 1930 hefðu átt að kenna oss: að þjóð í landvinningahug og haldin innblásinni trú á hlutverk sitt, sækir á þangað til hún mætir öflugri fyrirstöðu; að félagslegar umbætur, hversu æskilegar sem þær eru í sjálfu sér, eru enginn hlífiskjöldur gegn árás; að þjóðir verða að gjalda fyrir sjálfstæði sitt og tilveru með þvi að fórna sorglega miklum hluta tekna sinna til varna í sorglega langan tíma; og að friðkaupa- stefnan, hversu sannfærandi og heillandi sem rök hennar virðast, kemur ekki í stað hern- aðarstyrkleika, heldur kallar hún styrjöld beinlínis yfir sig. Allt þetta ætti að vera oss í fersku minni. Samt sem áður virðast furðu- lega margir stjómmálamenn, svo að ekki sé talað um milljónir óbreytta borgara, albún- ir þess að fremja sömu afglöpin aftur — og endurtaka sama harmleikinn. „Menn geta ekki forðað styrjöldum með vopnum. Því markmiði verður einungis náð með eflingu laga og réttlætis í heiminum. Það er ekki hægt að draga úr vígbúnaði annarra ríkja með því að íylla vopnabúr sín. Það væri engu líkara en að biðja Belze- bub að reka út Djöfulinn". Þetta gætu verið nýleg ummæli eftir Bevan. En í rauninni er þessi orð að finna í ræðu, er Clement Attlee hélt í neðri málstofu brezka þingsins hinn 11. marz 1935 til þess að and- mæla frumvarpi stjómarinnar um lítilsháttar fjárframlag til endurvígbúnaðar. (Að sjálf- sögðu mætti finna svipuð ummæli íhalds- manna á öðmm tímum). Þegar hann kom fram með þá snjöllu hugmynd til vemdar friðnum að leysa upp heri þjóðanna, var gripið fram í íyrir honum: „Segið Hitler þetta!" Attlee lét þetta eins og vind um eym þjóta, líkt og Bevan gerði átján ámm síðar. Sama árið, 1935, rituðu ellefu milljónir, eða meira en helmingur allra kjósenda í Englandi undir „friðarávarp". Allt þetta er steingleymt nú í dag, því hefur verið vísað burt og sökkt niður í hina pólitísku dulvit- und.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.