Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 23

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 23
UTANRÍKISSTEFNA ÍSLENDINGA 69 Finnbogi Rútur Valdimarsson: Formaður Alþýðubandalagsins, Hannibal Valdimarsson, hefir óskað, að ég svari spurn- ingum þeim, um utanríkismál, sem ritstjóm Nýs Helgafells beinir nú til formanna stjórn- málaflokkanna. Ég vil ekki skorast undan því, en það vil ég taka fram, að ég læt hér í ljós persónulegar skoðanir mínar aðeins, og hefi ég ekki leitað álits eða samþykkis annarra á því, sem ég segi hér um þessi mál. Því miður eru spurningar tímaritsins ekki svo skýrt hugsaðar og afmarkaðar, að unnt sé að svara þeim skipulega í sömu röð og þær eru fram bornar. Þær eru nokkuð vafðar í áróðurskenndar hugleiðingar, sem ekki snerta aðalatriði málsins, og em sízt til þess fallnar að gera það ljóst, hvað um er spurt, né kalla fram skýr svör. Spurningin, hvort öll samvinna og þátttaka í alþjóðasamtök- um og stofnunum hljóti ekki að „hafa í för með sér nokkurt afsal sjálfsákvörðunarréttar þjóðarinnar", er að vísu frambærilegt efni í fræðilega ritgerð í réttarheimspeki og þjóða- rétti, en ástæðulítið er að beina henni til stjórnmálamanna, því að engum, sem við utanríkismál fæst, getur komið til hugar að neita fyrir hönd þjóðar sinnar allri samvinnu og þátttöku í alþjóðasamtökum og stofnun- um, þótt hann svari þessari spurningu ját- andi fræðilega. Höfuðatriði utanríkisstefnu hverrar þjóðar er að vinna að góðri sambúð við allar þjóð- ir. Það er hverri þjóð nauðsyn, en lífsnauð- syn smáþjóð eins og íslendingum. En þegar spurt er: A að gæta hlutleysis til hins ýtrasta eða leita samvinnu við þær þjóðir, sem næstar oss standa, þá er það hugsanarugl, því að vitanlega á að leita hvað mestrar samvinnu við þær þjóðir, sem næst- ar oss standa, hvað sem líður „hlutleysi". Hitstjórar Nýs Helgafells munu hér eiga við hlutleysi í hemaðarmálum, og þá einkum í ófriði annars vegar, og samvinnu í hemaðar- niálum, þátttöku í hemaðarbandalögum og i ófriði, hins vegar. Skal ég leitast við að svara spurningunni í þeirri merkingu. Ekkert hugtak í alþjóðaviðskiptum hefir verið svo mjög afflutt og rangtúlkað af mál- svörum hemaðarstefnu og hervelda, sem hug- takið „hlutleysi", engin stefna fordæmd eins og hlutleysisstefna smáþjóða. A árum heims- styrjaldarinnar 1914—18 var hlutleysisstefna Norðurlandaþjóðanna og hinna örfáu ann- arra Evrópuþjóða, sem tókst að forða lönd- um sínum frá því að verða vettvangur til- gangslausra milljónamorða, talin siðferðilegt afbrot og hreinn glæpur af stríðsáróðurs- mönnum stórþjóðanna. Þegar stefnir að styrj- öld, er sá söngur jafnan hafinn á ný. Þó er hlutleysisstefnan ekki annað en viðleitni þjóðar til þess að gæta lífs og lima, réttinda og eigna þegna sinna, þegar sjúklegt æði hefir gripið styrjaldarþjóðir, eins og maður lokar húsi sínu fyrir óðum berserkjum. Hlutleysisstefnan var óumdeild utanríkis- stefna Islendinga frá 1918 til 1946. Það er sann- færing mín, að engin önnur stefna geti orðið „grundvöllur samkomulags alls þorra Islend- inga fyrir ákveðinni meginstefnu í utanríkis- málum", eins og ritstjórar Nýs Helgafells komast að orði. Um nokkurra ára skeið hafa íslenzkir stjórnmálaforingjar, glaptir af stríðsáróðri stórveldis, sem þó fylgdi hlutleysisstefnu í 150 ár og á henni að þakka velmegun sína og gengi öllu öðru fremur, tuggið það hver eftir öðrum, að „hlutleysisstefnan sé úrelt og úr sögunni". Fyrir skömmu lét Walter Lippmann, reynd- astí og viðurkenndasti rithöfundur Ameríku- manna um alþjóðamál, svo ummælt, að hlutleysisstefnan væri aftur orðin „pólitísk staðreynd á heimsmælikvarða". Orsakir þess rekur Lippmann vitanlega til þeirrar byltingar, sem orðin er í öllum herfræði- legum efnum, síðan herveldin tvö, sem nú hafa nokkra þýðingu, tóku að safna birgð- um kjarnorku- og vetnisvopna. Þessi bylting hefur skapað ástæður fyrir hlutleysi þjóða, sem eru á hættusvæðinu milli hinna tveggja stórvelda, auk allra annarra ástæðna og saka er hníga að hlutleysi þeirra. Öll Suður- Asía að heita má hefir lýst yfir ófrávíkjan-

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.