Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 10

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 10
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON: JARPUR Dálítið fynr austan Stóruskákarhúsið eystra, í suðursuðaustur frá Halabænum, stóð Hundraðshesthúsið, í svo kölluðu Hundraðstúni. Ég man ekki, a£ hverju það hót Hundraðstún. Frammi undan húsinu var lítill kálgarður, en milli þess og eystra Stóruskákarhússins lá gatan frá Hala nið- ui að Breiðabólsstað. Þarna var Jarpur gamli hans Benedikts afa míns tii húsa á veturna og stundum annað hross með honum. Jarpur var stór hestur og sterkur og svo áreiðanlegur, að hann brást aldrei. En hann var heldur hast- ur og fremur þungur. Þó kunni hann að skeiða, en það var erfitt að fá hann til þess. Hann var farinn að eldast og lýjast og hafði lagt mikið á sig fynr fólkið á langri ævi. Hann var alvarlegri en himr hestarmr og hafinn yfir hrekki og kenjar og mikillæti. Hann var algerlega blátt áfram og hafði engin prinsíp. Samt var hann forframað- astur a£ öllum hestum á Breiðabólsstaðar- bæjunum. Hann hafði vaðið öll vötn á milli Djúpavogs og Reykjavíkur og sóð öll lönd á þeirri leið og kynnzt mörgum hrossum. Þegar Eyjólfur hreppstjóri þurfti að flytja mál fyrir dómstólum í Reykjavík, þá fókk hann Jarp til reiðar suður. Þá var langt frá Hala til Reykjavíkur og mikið af stórum vötnum og margt að sjá. En Jarpur flutti samt aldrei ræður á hrossaþingum um lang- ferðir sínar. Hundraðshesthúsið var hús dapurlegra örlaga. Einhverntíma fyrir mína daga var myndarleg stúlka í Suðursveit, sem hót Guðbjörg. Hún rataði í það ólán að brjál- ast á geðsmunum. Eftir það var hún á sveitinni, og mun hreppsnefndin hafa lát- ið hana ganga milli bæja og vera tíma og tíma á bæ. Eitt sumar var hún á Hala og var lokuð inni í Hundraðshesthúsinu. Þá var sett hurð fyrir hesthúsdyrnar og henni róttur matur og drykkur inn um gat á hurðinni, minnir mig mór vera sagt. Sjálf- sagt hefur verið slegið upp fleti í hesthús- inu handa henni að liggja á. Sú hugsun sótti oft á mig, hvað þetta hafi hlotið að vera ömurlegt líf, að hjara þarna innibyrgð í þessum skuggalega og kalda og óhreina og lyktarvonda hesthúskofa, og þar hafa nætt ínn á hana vindar og lekið niður á hana í rigningum. Einhverntíma eftir þetta var Guðbjörg á öðrum bæ í Suðursveit. Þá var fenginn nafnkunnur blóðtökumaður til að taka ■henni ‘blóð. Brófi var límt yfir benina, og Guðbjörgu blæddi út, og hreppurinn var laus allra mála. Þetta gerðist áður en óg mundi eftir. En vera þessarar veslings manneskju í Hundr- aðshesthúsinu lagðist þungt á mig, þegar óg þurfti að fara mn í það. Mór fannst eitthvað leiðinlegt hafa orðið eftir í því, sem þar ætti ekki að vera. Ég fór þar alltaf

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.