Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 48

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 48
94 NÝTT HELGAFELL Ungur snillingur Ungur bandarískur píanóleikari, Eugene Istomin, kom hingað til lands á vegum Tón- listaríélagsins í Reykjavík og hélt hér hljóm- leika íyrir styrktarmeðlimi félagsins dagana 2. og 3. febrúar, og einnig spilaði hann fyrir Tónlistarfélag Hafnarfjarðar með sömu verk- efnum. Efnisskráin klassisk og rómantísk verk, og er því ekki að neita, að þó að Wald- steinsónata Beethovens sé stórbrotið verk og beri meistaranum fagurt vitni, þá gengur það sannarlega of langt að heyra það leikið á þrem til fjórum síðustu tónleikum félagsins, og ætti að vera auðvelt að koma í veg fyrir, að slíkt geti hent. En snúum okkur að tónleikunum, sem hóf- ust á A-dúr sónötu Haydns (Nr. 11), litlu og gáskaíullu verki, sem píanóleikarinn túlkaði með sérstakri tónmýkt og yndisþokka, sem gaf strax til kynna, að hér væri meira en meðalmaður á ferðinni. Næst spilaði lista- maðurinn fyrrnefnda Waldsteinsónötu, og minnist undirritaður ekki að hafa heyrt hana betur spilaða. Fór þar saman afburðatækni og innsæi, sem kom manni til að gleyma stund og stað og einnig því, hversu oft verkið hefir verið leikið hér áður. Eftir hléið spilaði píanóleikarinn 2 prelúdí- ur eftir Debussy -— sú fyrri ágætlega túlkuð, með þeim þokukennda og mjúka áslætti, sem nauðsynlegur er fyrir Debussy, en General Lavine Excentric gat ég aftur á móti ekki fellt mig við. Þar notaði píanóleikarinn allt of mikið rubato-spil, sem eyðilagði áhriíin af þessari skemmtilegu litlu prelúdíu. Eftirvænting var mikil að heyra hið eina nýja verk, sem var á efnisskránni, en það var lítil prelúdía eftir bandarískt „tónskáld" Abram Chasins, en vonbrigði voru mikil hjá hlustendum, því hver hefir gaman af að heyra lélega eftirhermu af 19. aldar píanó- rómantík. Ut á spilið var ekkert að setja. Að endingu spilaði Eugene Istomin ABEGG variationir eftir Schumann op. 1, sem er bráð- skemmtilegt og fagurt verk en ekki sá frum- legi Schumann, sem kom strax í op. 2 (Papil- lon), og þá Ballödu Chopins í f-moll, eitt þroskaðasta og fegursta verk meistarans og mjög vandmeðfarið, hvorttveggja túlkað á svo fullkominn hátt, að betra varð ekki kosið. RÖGNVALDUR SIGURJÖNSSON Alltaf er hann beztur BLÁI BORÐINN

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.