Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 22

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 22
Flokksleiðtogar ræða utanríkisstefnu Islendinga Ritstjórn Nýs Helgafells sendi formönnum stjómmálaflokkanna eftirfarandi bréf í apríl síðastliðnum: „Nýtt Helgafell vill stuðla að umræð- um um þau vandamál, sem mestu máli varða fyrir íslenzku þjóðina, en í þeim tilgangi hefur ritstjóm þess leyft sér að biðja formenn allra stjórnmálasamtaka, sem þátt taka í kosningum í vor, að láta í stuttu máli í ljós skoðun sína á utan- ríkismálum Islendinga. Það er ekki sér- stakt áhugaefni vort að heyra álit manna á þeim málum, svo sem herstöðvamál- inu, sem nú eru efst á baugi, enda koma þær fram hvort sem er í daglegum um- ræðum. Að hinu viljum vór spyrja, hvað þér álítið að eigi að vera höfuðatriðin í utan- ríkisstefnu þjóðarinnar. Á að gæta hlut- leysis til hins ýtrasta eða leita samvinnu við aðrar þær þjóðir, sem næstar oss standa? Fyrir smáþjóð eins og fslend- inga er góð sambúð við aðrar þjóðir lífs- nauðsyn. En hlýtur ekki öll samvinna og þátttaka í alþjóðasamtökum og stofnun- um að hafa í för með sér nokkurt afsal sjálfsákvörðunarréttar þjóðarinnar? Rétt- indum fylgja skyldur á þessu sviði sem öðrum, og vandinn virðist sá að ákveða, hvar fslendingar eigi að draga mörkin í samvinnu og skuldbindingum við aðrar þjóðir. Þessar spurningar og aðrar slíkar eru oss í huga. Með þeim viljum vér ekki sízt kanna, hvort ekki virðist grundvöllur samkomulags alls þorra Islendinga fyrir ákveðinni meginstefnu í utanríkismálum. Slík samstaða mundi styrkja íslenzkan málstað erlendis og tryggja það, að sundurþykkja heima fyrir verði honum ekki til tjóns." Svör flokksformanna eða þeirra, sem svar- að hafa í þeirra umboði fylgja hér á eftir. Frá Alþýðuflokknum barst ekki svar, en telja má, að formaður samstarfsflokks hans, Framsóknarflokksins, túlki í þessu máli skoð- anir hans. Ekki er ástæða til að bæta miklu við orð stjómmálamannanna. Eins og vænta mátti, er þeim öllum efst í huga uppsögn varnar- samningsins og afstaða þeirra til hennar. Þrátt fyrir þær breytingar, sem orðið hafa í viðhorfi flokka til þess máls, em höfuðskil í utanríkismálum ennþá milli þeirra flokka annars vegar, sem halda fram algem hlut- leysi og hinna, sem taka vilja þátt í varnar- samtökum vestrænna þjóða. Deilan milli stuðningsflokka Atlantshafs- bandalagsins um uppsögn vamarsamnings- ins og brottför hersins, virðist fyrst og fremst deila um form og um það, hvort tillit skuli tekið til skoðana bandamanna vorra. Minn- ir margt í þessari deilu óneitanlega á ágrein- inginn milli lögskilnaðarmanna og hrað- skilnaðarmanna um sambandsslitin við Dan- mörku 1944, þótt nú sé ólíkt skipað liði. — Lengd svaranna ber með sér, að mönnum hefur tekizt misvel að halda greinum sínum innan þeirrar lengdar, sem óskað var.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.