Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 12

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 12
58 NÝTT HELGAFELL mundi ganga að Jarpi. En það var eins og enginn kæmist þar að neinni niðurstöðu. Ég spurði móður mína oft einslega í eld- húsinu: ,,Hvað heldur þú að gangi að hon- um Jarpi?“ ,,Ég held það sé eitthvað innvortis,“ svaraði hún. Ætli sé ekki hægt að finna það í lækn- ingabúk Jónassens?" ,,Það held ég ekki,“ svaraði hún. ,,Heldurðu hann deyi?“ Móðir mín var sannorð kona og svar- aði: ,,Ég veit það ekki.“ Þá var eins og eitthvað dytti yfir mig. Ég ætlaðist til, að hún svaraði: ,,Ætli hon- um batni ekki, þegar grös fara að gróa.“ Einhverjir hrossglöggir menn af öðrum hæjum voru látnir líta á Jarp, og eitthvað var gert til að lækna hann. Ég man ekki, hvað það var. Ég man ekki hvort var leit- að til Eyjólfs hómópata. En allar tilraunir urðu til einskis. Ég vorkenndi vesahngs Jarpi ákaflega. Ég þjáðist með honum. Mér var svolítill léttir í að tala við hann: Elskulegi Jarpur minn! Ætlarðu að fara að deyja frá okkur? Eiga góðlegu dökku augun þín að lokast fyrir mér að eilífu? Á ég nú bráðum aldrei að fá að sjá þau horfa á mig, fallegustu augu, sem ég hef séð? Mér finnst ég geta ekki lifað, ef þú deyrð. Þú hefur verið bezt- ur við mig af öllum hestum. Þú hefur aldrei hrekkt mig. Þú hefur alltaf staðið kyrr, þegar ég hef sótt þig, alveg eins og þú værir að bíða eftir mér. Þú hefur aldrei boðið mér rassinn, og mér hefur alltaf fundizt þú ‘hugsa gott um mig. Þú hefur aldrei fælzt með mig, bara einu sinni dott- ið með mig í Aurnum. Það var reyndar slæm detta, Jarpur minn! Ég sentist fram r og lenti með ennið á hörðum steini. Það var mikið högg. Ég fékk mikið sár á ennið. Það blæddi mikið, og ég gat ekki komizt með mönnunum út á Steinafjöru tii að taka á móti frönsku skonnortunm, sem þá var að stranda. Þá varð ég afarreið- ur út í þig og bölvaði þér. Ég sagði þú værir helvítis bykkja og andskotans jálkur, og gott ef ég kjaftshöggvaði þig ekki. Það sár var grætt með hégóma, og það er fyrir löngu gróið, og ég er búinn fyrir löngu að iðrast þessarar syndar og fyrirgefa þér. Nú finn ég, að ég hefði ekki átt að reiðast þér og ekki bölva þér og ekki kjaftshöggva þig, ef ég hef gert það. Ég hefði átt að skilja þig. Þú varst orðinn gamall og stirður og slitinn. Þú hafðir borið marga þunga bagga í fjölda ára og margar þungar klyfjar yfir margar sveitir og vaðið mörg stórvötn, ströng og ísköld, til þess að ég gæti lifað. Og oft ertu búinn að bera mig á bakinu þínu, bevgðu undan þungum byrðum, og oft hef ég heyrt þig stynja undir mér af þreytu og lúa. En ég hef aldrei sýnt þér meðaumkun. Ég hef barið þig áfram, lam- ið fótastokkinn, kippt í tauminn og skamm- að þig. Ég bið þig að fyrirgefa mér vonzku mína. Og þú mátt ekki deyja frá okkur. Ég skal alltaf vera góður við þig, ef þú heldur áfram að lifa. Það yrði aldrei gam- an á Hala eftir að þú værir dáinn. Og það yrði aldrei gaman í eilífðinni, því að fólkið segir, að það sé óvíst, að þú hafir ódauðlega sál. Hafir þú ekki ódauðlega sál, þá vil ég ekki hafa hana, Eilífð, sem maður sæi þig aldrei í, yrði leiðindi án nokkurs endis. Ei- lífð án þín og Seppa og Huppu væri eins og haf án franskra jakta. Svona talaði ég oft við Jarp, stundum í huganum, þar sem ég var einn á ferli, en af þé

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.