Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 43

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 43
BÓKMENNTIR 89 varúð. Við erum nefnilega dálítið hrædd um að hann kunni að taka niður fyrir sig, verða sér til skammar, eins og klunnalegur fermingarkrakki, sem ckki kann veizlusiði í samkvæmi. (Þetta sama var lilla Hcgga stundum hrædd um líka). Eg minnist þess jafnve!, að Erlendur í Unuhúsi, okkar elskaði vinur, sagði við mig með nokkrum áhyggjusvip 1945, þegar 1. hindi af Æfisögu Árna Þórarinssonar kom út, að hann sæi eftir Þórbergi í „þennan barnaskap“. En hver vildi nú vera án þess mikla meistaraverks? Á sömu lund hefur farið með aðrar bækur hans. Við höfum sætzt á þær allar eftir nokkurt hik, og leitt þær til öndvegis í bókaskáp okkar. En hefur Þórbergur loksins orðið sér til skammar með þessari nýju bók sinni? Fjarri fer því. Þetta er elskuleg bók, samin af miklu hjartalagi og mikilli kunnáttu. I langan tíma hef ég ekki lesið bók mér til jafnmikillar ununar. Oldungurinn Þórbergur og barnið lilla Hegga eigast við sem algerðir jafningjar, og það má ekki á milli sjá hvort þeirra er rneira bam. Og í lillu Heggu speglast allt mannkynið, sem Þór- bergur elskar fölskvalausri ást. Ekki er þó þar með sagt, að bókin sé með öllu gallalaus. Þess gætir á stöku stað, sérstaklega í byrjun sumra kaflanna, að svok'til þreytumerki gera vart við sig hjá höfundin- um. Og ekki er ég frá því, að bókin mundi græða a nokkurri styttingu — takmörkun er ekki Þórbergs sterka hlið — en sú stytting yrði að gerast af mik- dli varfærni. En þetta era smámunir, kostirnir eru yfirgnæfandi. Engin bóka hans er eins föst í formi og „raffínemð“, eins mikið „unnin“ og þessi. Og stíllinn, málið, þetta unaðslega Þórbergsmál, streym- ir áreynslulaust fram eins og Mózartsmúsík, cða andardrátmr heilbrigðs barns. En hvað um illyrðin, starfsmálin og pólinkina, spyrja menn með nokkr- um þjósti? 0, krakkar mínir, þetta er heimsins mein- lausasta og undirhyggjulausasta pólitík. Það þénar bara ti! að stað- og tímasetja bókina. Ef við í stað orða eins og Hitler, Lenin, Jón Fóstri Dúllari, Stalin, og annarra slíkra, setjum friður, styrjöld, gott, illt, réttlæti, ranglæti, jafnrétti, misrétti, þá er þrautin leyst. Ætíð hefur það verið háttur Þórbergs að reiða brand sinn hátt að nafngreindum mönnum, oft tryggðavinum sínum. En hefur nokkur vitað til þess, að illt hlypi í sár undan sverði hans? Du fulgte i Slaget en egen, rummelig Skik: Du brukte ei Sværdet til Stik. Endviderc saa du dig om til dcn Saaredes Saar för du gik, kvað Hamsun til Björnsterne Björnson. Það á einnig við um Þórberg. Eins og allir vita, segir Þórbergur aldrei viljandi ósatt orð. Það gildir einnig um þessa bók. Þegar hann talar um „Gvuðlega Boðun“ á hann einfaldlega við þá miklu staðreynd, að oftsinnis hendir það góða rit- höfunda, að torvelt og mjög óvelkomið vcrkefni sækir fast á hug þeirra, og hvernig scm þeir verjast, verða þeir loksins að takast það á hendur. Það er það, sem hefur gerzt hér. Þessi bók verður mikið lesin. Hún mun koma út í ótal útgáfum, þar á meðal myndskreyttum, og „óútskýrðir rithöfundar", sem Þórbergur er stundum að reyna að gefa illilegar augnagotur (ó, hvílíkt grínl), rnunu verða grænir af öfund. Hún verður lesin í útvarp af úrvalslesurum. Leikþættir úr henni verða leiknir í skólum út um landsbyggðina. Hún verður kvikmynduð (hvílíkt persónugallerí í kvik- myndl). Og hún verður þýdd, því nú hefur sá fagnaðarríki viðburður gerzt, að Þórbergur hefur eignazt sinn úrvalsþýðara, þar sem er snillingurinn Martin Larsen hinn danski. (Hvar mundi Nobcls- skáldið okkar standa, cf hann hefði ekki eignazt þá Peter Hallberg og J. A. Thompson?). Og síðan flýg- ur sálmurinn um blómið „út um víðan völl, og þá er sagan öll“. Og nú er Sobbeggi afi aftur setztur á doddinn sinn við skrifborðið sitt, og hefur dregið handritið að gömlu bókinni sinni upp úr skrifborðsskúffunni, og hafið að nýju hreinskriftina, þar sem frá var horf- ið, á blaðsíðu 300. Og mættum vér nú að lokum frambera þá auðmjúku bón, að hann Gvuð fari ekki að skipa honum á nýtt hliðarhopp, heldur lofi hon- um að ljúka við gömlu bókina í ró og næði. Okkur grunar að hún verði býsna mikilvæg. Dalvík, 13. maí 1956 Stefán Bjarman.

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.