Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 39

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 39
BÓKMENNTIR 85 gerist hitt fátíðara en áður, að íslenzk tíma- rit birti smásögur, sem erlendis eru þó víða uppistaða fjöllesnustu tímarita. Og bókaút- gefendur fúlsa við smásagnasöfnum, svo að ýmis dæmi eru til, að höfundar hafi orðið að ,,gefa með" smásagnahandritum sínum skáldsögur, ævisögur eða einhverjar aðrar ,,sölubækur" til að koma þeim út. Jafnvel ljóðabækur þykja vænlegri markaðsvara. •— Nýtt Helgafell og Arbók skálda vilja fyrir sitt leyti kappkosta að koma á framfæri góð- um íslenzkum smásögum. I ritfrjálsu landi er sú lækning skammgóð að freista að hindra sölu óhollra bóka, sem landslög ná ekki til. Til þess að hnekkja gengi lélegra rita er engin önnur leið en að gefa nægan kost á öðru betra. K. K. Dæmisaga aí nútímanum Hannes Sigfússon: Srandið. Heims- kringla, 1955. „Ég hafði af frjálsum vilja einangrað mig á þessum afskekkta vita í þeirri von að mér tækist þeim mun betur að einangra yrkisefni mín, sjá þau sem heild innan heildar og geta skilgreint þau hlutlaust, næstum óper- sónulega, og án þeirrar truflandi samcíbyrgð- ar um smámuni, sem óhjákvæmilega leiðir af nánu samlífi. En nú voru þetta skyndilega horfin sjónarmið, fánýt bókvizka og það eina sem máli skipti var líf, klætt holdi og blóði, iðandi þröng manna í öryggi og hlýju lítils húss ..." Þannig kemst söguhetjan, vitavörðurinn, að orði á 80. bls. Strandsins. Honum verður að ósk sinni, og þó með nokkuð öðrum hætti en honum gat boðið í grun. Skömmu síðar er vitinn fullur af erlendum skipbrotsmönn- um. En á hæla þessa „iðandi lífs" kemur dauðinn, þegar brimaldan skolar á fjörur lemstruðum búkum þeirra skipverja, sem fór- ust af skipsbátunum. Þeir eru myrtir: Kap- teinninn hefir siglt skipinu í strand eftir fyrir- mælum reiðarans. Höf. lýsir þessum atburðum ýmist frá skip- inu eða vitanum, og sagan klofnar í tvennt. Því veldur í fyrsta lagi tæknilegur galli. Annar þáttur sögiumar, sá sem gerist í landi, er sagður í fyrstu persónu; hinn, sem gerist í skipinu, í þriðju persónu. 1 landi takmarkar höf. frásögnina eingöngu við sjónarsvið vita- varðarins, eins og vera ber, þegar aðalper- sóna er látin segja söguna; á sjónum er hann alltsjáandi eins og leyfilegt er, þegar hann kemur ekki sjálfur í ljós. Af þessu leiðir, að á sögunni er tvenns konar form, sem skiptist á eftir kapítulum. Höf. hefði getað varazt þetta ósamræmi með því að segja alla söguna í þriðju persónu. 1 öðru lagi skortir nökkuð á, að höf. takizt að sannfæra lesandann um, að athafnir skipverjanna um borð eigi brýnt erindi inn í frásögnina af vitanum og sálarlífi vitavarðarins, einkum vegna þess, að honum lánast ekki að gera skipverja ljóslifandi fyrir sjónum lesandans. T. a. m. er Ameríkumaðurinn alltof þjóð- sagnarkennd gangster-tegund. A. m. k. hefði hann ekki mátt vera frá Chicago. Hins vegar er vitavörðurinn ágæt per- sóna og eftirminnileg. Mér er næst að halda, að hann sé nokkuð óvenjuleg manngerð í íslenzkum bókmenntum. Höfuðeinkenni hans er viðkvæmni, sem birtist í hárfínum, list- rænum næmleika á hið eyðilega, ómennska umhverfi vitans, sem hefir altekið skynjun hcms, og í kvalafullri ábyrgðartilfinningu. Næmleikinn gerir hann að skáldi, beztu kaflar bókarinnar eru lýsingar á því, hvemig veikburða manni tekst að standa af sér ógnir einverunnar með því að fylla hana skáld- legum sýnum. „Ég fylgdi sverðlögum vitans inn í hvít- leiftrandi myrkrið og gladdist við að sjá óbrotin sverð hans rjúfa drif örvanna í víðum hring umhverfis mig, hasla mér völl í nótt- inni og veita mér fulltingi andspænis risa- leik höfuðskepnanna. Og í fylgsnum hjarta míns nærði ég örlítið stolt á þeirri staðreynd, að einnig ég var hlutgengur, að það var

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.