Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 41
BÓKMENNTIR
87
„Vizkumennirnir mundu segja:
Þetta er bara fíflaskapur."
Þórbergur Þórðctrson: Sálmurinn um
blómið I—II. Helgafell 1954—1955.
Eiginlega er bók þessi nokkurs konar framhjátöku-
barn, og tilorðning hennar minnir helzt á boðun
Maríu meyjar. Hún hefst raunverulega fimmtudag-
inn i. nóvember 1951 (klukkuslag ekki tilgreint).
Þórbcrgur situr við skrifborð sitt og vinnur í ró og
næði að næstu bók sinni. Hann er að hreinskrifa
hana, og kominn vel á veg, sennilega meir en hálfn-
aður, og þá fara öll vcrk að vinnast léttar, eins og
menn vita. Framan úr eldhúsinu berst þægilegur óm-
ur af búsumstangi Margrétar konu hans. Hún cr
þegar farin að eygja tekjumar af næstu bók manns
síns, og unir glöð við sitt. Allt er friður og öryggi.
En þá skella ósköpin yfir. — — En þetta á sér allt
lengri aðdraganda, scm óhjákvæmilegt er að rekja
hér að nokkru.
I októbermánuði 1943 (mánaðardags, vikudags og
klukkuslags ekki getið) gerðist sá mikilvægi atburð-
ur í lífí Þórbergs Þórðarsonar, að hann flutti búferl-
um í eignaríbúð á 4. hæð (til hægri) í nýrri, fínni
höll við Hringbraut 45. Fyrsta kvöldið sem „gömlu
hjúin“ áttu heima í þessari nýju fínu höll, kom kon-
an af næstu hæð fyrir neðan (til vinstri) í heimsókn
til þeirra, en hún var, eins og brátt kemur í ljós,
gift bróður konu „gamla mannsins“, Þórbergs. Kona
þessi hafði meðferðis reifastranga einn torkennilegan,
sem við nánari athugun reyndist innihalda dóttur
gestkonunnar, þriggja mánaða gamla. Ekki þótti
Þórbergi mikið til meyjarinnar koma við fyrstu sýn.
Honum fannst hún hlægilega „lítil sér“, hún hélt
ckki höfði og slefaði út í munnvikin, og „það varð
að halda á henni eins og fullri grautarskál, svo að
sálin gubbaðist ekki upp úr litla líkamanum“. Og
ekki datt „gamla manninum" í hug að þessi tusku-
böggull yrði nokkurn tíma manneskja. Er nú ekki
að orðlengja það, að hér er komin fram á sjónarsvið-
ið söguhetja okkar, aðalpersónan í 544 blaðsíðna
skáldsögu — nei, það má ekki — 544 blaðsíðna óút-
skýrðu ritverki, vildi ég sagt hafa. Þrátt fyrir óbermi-
legheit sín hefur tuskumanneskja þessi þegar hlotið
2 nöfn í skírninni, Helga Jóna heitir hún, og ættar-
taflan er í lagi, og sú er nú ekki sloraleg, því hún
reynist vera komin af bókstaflega öllum helztu fyr-
■rrnennum okkar, lífs og liðnum. (Að vísu ofbýður
°ss það nú ekki, því það erum vér öll, ef grannt er
að gáð.) Fyrst í stað fara ekki miklar skráningar af
sóguhetju vorri; hún er ákaflega ómerkileg og ólík
manneskju. Það líða mánuðir, og það líða vikur, og
þá fer loksins smátt og smátt að koma í Ijós, að
þetta er raunveruleg manneskja. En einn bemsku-
veikleiki loðir þó æði lengi við „litlu manneskjuna“:
hcnni hættir til að skilja eftir sig svolítinn poll þar
sem hún stanzar eitthvað. Þar kemur, að „litla
manneskjan“ fer að skríða, síðan að standa við, og
loks buldra orð og setningar. Það er ákaflega skrýt-
ið mál, og lengi vcl óskiljanlegt öðrum en Margréti,
sem er mikill málaskiljari. En Þórbergur er gamall
málfræðingur og orðasöfnunarmaður, og vana sínum
trúr orðtekur hann mál litlu manneskjunnar, jafn-
ótt og hún semur það. Verður það brátt mikið safn,
scm Þórbergur les stundum upp úr í „bjóðum“ fyrir
gesti sína (aumingja gestirnir!). Litla manneskjan er
óspör á nafngiftir sjálfri sér og nánustu vinum til
handa, og stundum hjálpar „gamli maðurinn" hcnni
lítillega. Er stundir líða fram, er fullur hátíðatit-
ill hcnnar orðinn svohljóðandi: Hertogaynjan af
Innrinjarðvíkum, Helga Jóna, Egga Óna, Egga la,
lilla Hegga, Hegga tusta, (eða bara Tuska), og loks
eitt enn, „sem aðeins má segja með tali, aldrei með
stöfum“. En til hversdagsbrúks heitir hún oftast nær
lilla Hegga, eða bara litla manneskjan. Þórbergi og
Margréti gefur hún hin snjöllu nöfn Sobeggi afi og
Mammagagga. Það er mikil nafngift, þótt enginn
væri yfirsöngur, og hætt við hún endist þeim til
æviloka. Allan þennan tíma er mikil sæla á 4. hæð
(til hægri) á Hringbraut 45. Lilla Hegga er alveg
einstakt barn (eins og okkur finnst öll böm vera á
hennar aldursskeiði), og jafnvel Mammagagga, sem
á þó vanda til að vera dálítið „skeptisk", segir að
hún sé „makalaust bam“. Og það er einfaldlega af
því, að það er svo geysimikið af „honum Gvuði“ í
henni. (Eiginlega finnst mér að nú hafi „Gvuð“ loks-
ins hlotið íslenzkan ríkisborgararétt, þegar nafn hans
er í fyrsta sinn ritað samkvæmt íslenzkum málvenj-
um.) Strax á þessum sæludögum bernskunnar hefur
Sobbeggi afi tekið að sér andlegt uppeldi lillu Heggu
af þeirri alúð og kostgæfni, sem ætíð einkenna öll
störf hans. En rás tímans stöðvast ekki, og „lífið er
alltaf að verða öðmvísi og öðmvísi“. Litla manneskj-
an stálpast, heimurinn hennar stækkar; brátt er hann
orðinn allt Melahverfið, síðan Völusveit, þá Hvera-
gerði (öðm nafni Litlavíti), svo Gyðusveit (þar sem
Þverá rennur í Þjórsá), og loks Suðursveit (með
Hala, þar sem Sobbeggi afi fæddist, og hin frægasta
af öllum frægum sögum gerðist: Þegar amma dó, og
afi drakk sig fullan, og Sálmurinn um Blómið var
sunginn). Og nýjar og nýjar persónur koma til sög-
unnar: Jónamir á Eppimannaheimilinu, Isar kennari,
Beta, Siggi, Ragnar og Þórður (sem ortu kvæðið),
Bidda systir, Palla frekja, Haukur sem skítd á fiðl-
una og fleiri og fleiri. En annað er miklu óálitlegra:
eftir því sem lida manneskjan stálpast og heimurinn
hennar stækkar verður sífellt minna og minna af
honum Gvuði í henni. Uppeldið og læriföðurstarfið
verður æ erfiðara og erfiðara fyrir Sobbeggi afa. Það
er ekki nóg með það, að hún bregði fyrir sig leri
og plari — að ég ekki segi hreinni lygi —, heldur