Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 21

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 21
ISLANDS ÞÚSUND ÁR 67 hendur framtíðarinnar. Þetta er veraldarauð- urinn, sem menningarstig jórnaldar lét eftir sig í arf á fyrri hluta 20. aldar. Það má vel líta á Þorljótsstaði í Vesturdal sem táknmynd eða skuggsjá þúsund ára bændabyggðar á Islandi. Mikil kyrrstaða hefur ríkt í öllum búnaðarhcrttum þessar tíu aldir frá landnámsöld fram að vélaöld. Bú- peningurinn var hinn sami og þó fábreyttari ef nokkuð var, þegar fram Jiðu stundir, bjarg- ræðisvegirnir hinir sömu, verkfærakosturinn nálega óbreyttur allan þennan tíma. And- legri menningu íslendinga er oftlega við brugðið, en fróðlegt er þá um leið að veita því athygli, hve verkmenning hefur jafn- framt staðið á lágu stigi. Landnámsmenn- irnir icomu hingað með töluvert fjölbreyttan verkfærakost, og kynni hafa þeir haft af all- mikilli tækni, bæði byggingum stórhýsa úr timbri og steini og þó einkum skipasmíðum. Þjóðin lifði í landinu í tíu aldir og skrifaði bækur þúsundum saman, en hún bætti ekki þumlungi við verklega mermingu sína, þó að hún hins vegar gleymdi mörgu, sem land- námsmenn kunnu, svo sem akuryrkju, svínarækt, járngerð, skipasmíðum, bygging- ctrlist. Verkmenning íslenzka bóndans allar þessar aldir var í stórum dráttum verkmenn- íng jáxnaldar, eins og við þekkjum hana á Norðurlöndum um 400 fyrir Krists burð. Þá lærðu þjóðimar að nota járn í verkfæri og vopn, og á þeim öldum, sem eftir voru for- söguskeiðsins, spratt fastmátuð verkfæra- og atvinnumenning upp af möguleikum þessa frábæra nytjamálms. Þetta er menningarstig jcirnaldar, og það er það, sem alls staðar blasir við í upphafi sögu Norðurlanda, á víkingaöld, og það er það, sem íslenzka þjóðin fékk í vöggugjöf og bjó við æ síðan fram að bæja- og vélaöld. fslenzkur dala- bóndi á 19. öld, hann er járnaldarbónd- inn uppmálaður, með sporreku og brodd- staf við fé sitt, pál við torfuskurð, sniðil við kolagerð. Vel mundu þeir hafa skilið hvor annan, Þorljótur fornbóndi í kumlinu með hest sinn og hund og bóndinn, sem gekk fram á kuml hans um aldamótin með hest sinn í taumi og rakkann í humátt á eftir. Sama verkmenning við sömu nórttúruskilvrði mun hafa sett mark sitt á báða, ef til vill hafa báðir haft sömu steinana í bæjarveggi sína. Báðir hafa verið jafngrunlausir um raf- magnssúgþurrrkun og dráttarvélar, en báðir hafa verið þaulkunnugir öllum smábrögðum við að búa upp á hest svo að vel færi eða hlaða veggi og tyrfa þök eða að finna góða veltu í mýri. Þetta eru tveir jctrnaldarmenn. En ungi bóndinn á seinni hluta 20. aldar, hann er ekki jámaldarmaður, hann er vél- aldarmaður, og hann mun ekki kunna að þekkja veltu í mýri og líklega ekki skilja þetta orð. Með komu vélaldar var lokið þús- und ára tímabili í sögu íslenzkrar búand- mennsku. Upp er runnin í einni svipan ný sveitamenning, menning vélyrkjunnar, og heldur dóm yfir reytum járnaldar í öllum byggðum. Gamall verkfærakostur fellur fyrir þeim dómi, gamalt verklag með honum, gamlir vinnusiðir sömuleiðis. Árlega fylgjum við nú til grafar síðustu merkisberum þúsund ára verkmenningar á Islandi, síðustu mönn- unum, sem litu bjargræðisvegu lands eins og landnámsmennimir og unnu með hand- tökum járnaldar. Og dómurinn nær til jarð- anna einnig. Sú jörð,. sem getur veitt vélun- um viðtöku, er einnig bjargvænleg bændum og búaliði. Hin, sem ekki getur boðið þessi skilyrði, er í svipinn dæmd úr leik eins og gömlu verkfærin og hverfur aftur í faðm þeirrar óbyggðar, sem hún var hrifin frá í öndverðu. Þorljótsstaðir hafa fengið sinn dóm. Ekki er fyrirsjáanlegt,. að þar verði byggt framar. Bóndinn, sem bjó þar, er gleymdur og verk hans horfin, önnur en vanrækt tún, hmninn bær og blásið kuml. KRISTJÁN ELDJÁRN

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.