Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 14

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 14
60 NÝTT HELGAFELL og enginn sagði neitt. Þarna hafði Jarpur dottið niður til hinstu hvíldar. Ég horfði á hann. Fallegu augun hans voru brostin. Það datt yfir mig djúp sorg, og samveru- stundir okkar í mörg ár komu hlaupandi hver af annari fyrir innri augu mín, og ég varð allur gagntekinn af sárri iðrun af því að hafa stundum verið vondur við hann. Fg fór samt ekki að gráta. Ég fann til létt- ís undir sorginni við það, að þetta langa, kvalafulla stríð var loks á enda. Og ef Jarp- ur hefur ekki haft ódauðlega sál, þá man hann ekki nú, að ég var stundum vondur við hann. En ef sálin í honum hefur verið ódauðleg, þá sér hann nú, hvað ég er bú- inn að þjást af að horfa upp á kvalir hans, hvað innilega ég hef vorkennt honum og hvað oft og mörgum sinnum ég er búinn að iðrast misgerða minna, því að þeir sem hafa ódauðlega sál, vita eftir dauðann allt um þá, sem lifa á jörðinni. Það hef ég alltaf heyrt sagt. Nú komu faðir minn og Benedikt afi niður eftir. Benedikt var hress í máli, eins og ekkert hefði komið fyrir. Það vildi ég, að ég væri eins og þú, hugsaði ég. Svo var náð í beitta hnífa og farið að birkja Jarp. Þegar það var búið, var hann ristur á kvið- inn, og þegar kviðurinn opnaðist, gein við augum okkar geysimikil meinsemd, sem hafði sprungið. Ég man ekki, hvort menn vissu, hvaða meinsemd það var, og ég man ekki heldur, í hvaða líffæri hún var eða hvort hún var komin í fleiri en eitt líffæri. En ég man ennþá greinilega, hvernig hún leit út. Það var þykkur, gulur gröftur. Og hún var svo stór, að ég hefði aldrei getað ímyndað mér, að svona stór meinsemd gæti verið til í heiminum. Þennan dag, milli nóns og miðaftans, skildi ég fyrst til hlítar, hvað innanmein var, og fynr þann skilmng hefur aldrei dregið ský síðan. Ég var ekki laus við Jarp, þó að hann væri dáinn. Hann var of mikill hestur til þess, að maður gæti hætt að hugsa um hann. Tiltektir hans rétt fyrir dauðann urðu mér áleitin ráðgáta. Ég varð oft að hugsa djúpt um það, af hverju hann hefði rölt heim undir bæ rétt áður en hann dó, en ekki 'heim að hesthúsinu sínu, eins og hann var vanur að gera. Fann hann það á sér, að hann ætlaði að fara að deyja, og var honum huggun í að gefa upp öndina heima við bæ, í námunda við fólk? Og af hverju rölti hann niður að Gerði, en ekki niður að Hala, þar sem hann var kunnugri? Þar að auki var styttra heim að Hala. Var það vegna þess, að honum fannst betra fólk á Gerði en Hala og honum fannst meiri fróun í að deyja hjá góðu fólki held- ur en hjá fólki, sem ekki væri eins gott? Og af hverju fór 'hann niður í lágina? Því gekk hann ekki heldur niður barðið með- fram henni að vestan? Það var reyndar of- urlítið beinni leið úr Glompu heim að Gerði að fara lágina, en það var nökkuð bratt nið- ur í hana, og hún var mjög þýfð. Það var aðeins nokkrum föðmum lengra að fara barðið. Það varð að fara lítinn sveig. En það var líka slétt og engin brekka af því heim að 'bænum, bara hægur halli. Fannst honum hann hafa betra næði til að deyja niðri í láginni? Eða var hann á leið heim í hlað á Gerði og vildi deyja þar, alveg hjá fólkinu, en entist ekki lífið heim í hlað- varpann? Eða var hann að hlífa fólkinu á Hala við að horfa upp á dauða sinn með því að láta sig hverfa niður í lágina? Það var líkast kurteisi Jarps. Kannski voru þetta líka tómar tilviljanir. Kannski vafr-

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.