Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 42

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 42
88 NÝTT HELGAFELL cr hún farin að sjá óhugnanlega í gegnum Sobbeggi afa og glotta hundingjalegu meinfýsisglotti þegar verst gegnir í háfleygustu sögum hans. Og ekki fer betur þcgar Sobbeggi afi ætlar að reyna að leika svo- lítið á bana — því Sobbeggi afi er nú ofurlítill plat- ari líka — alltaf skal litla manneskjan sjá í gegnum það. En út yfir alt tekur þó það, að litla manneskj- an virðist stundum vera farin að fyrirverða sig fyrir gamla manninn, sérstaklcga í „bjóðum“ og marg- menni, og beita öllum brögðum til að aftra honum frá að komast að með raus sitt um starfsmálin og söng stjarnanna. Þetta er að vísu ekki mjög oft, á milli koma alltaf góðir nmar, þegar rnikið er af hon- um Gvuði í henni, og gamli maðurinn og sögur hans cr bezt allra hluta. En sarnt er það svo, að stöðugt verður umhugsunin um andlcgt uppeldi litlu mann- cskjunnar áleitnari og fyrirferðarmciri í huga Sob- beggi afa, svo fátt annað kemst þar að. En þótt allir aðrir befðu niátt sjá, hvert stefndi, er hér var kontið, þá gmnar Sobbeggi afa ekki ennþá til fulls voðann, sent yfir honum vofir. En fimmtudagsmorguninn hinn i. nóvember 1951 (klukkuslag ekki tilgreint) skella ósköpin loksins yfir, eins og áður er getið. Sobbeggi afi situr á doddinum sínum við skrifborð- ið sitt og er að pára þrjúhundruðustu blaðsíðuna í nýju bókinni sinni á vonda pappírinn sinn, (því bann hefur aldrei fengið góðan pappír síðan Þjóð- verjar „létu út“ fyrra heimsstríðið.) Þá heyrir hann allt í einu sterka rödd, sem talar til hans: „Hættu við þessa bók, og skrifaðu bók um hana lillu Heggu!" Sobbeggi afi brekkur við og spyr: „Hver er maður- inn?“ „Ég er hann Gvuð,“ svarar röddin. Aumingja Sobbeggi afi rís til andmæla af öllum mætti. Sagði að þetta væri ekkert söguefni, lilla Hegga væri slæm steloa, bylskin í „skol-lanum", og nennti ckki að sækja mjólkina fyrir Mömmugöggu. Og þegar hann Gvuð gekk fastar á bann, sagði hann: „Ég hef ekki hug til að skrifa svona bók. Það verða allir vondir við mig. Vizkumcnnirnir mundu segja; ‘Þetta er bara fíflaskapur’. Starfsmálamennirnir mundu segja: ‘Þetta er bara lygi á starfsmálin’. Mál- mcrinirnir ntundu segja: ‘Þctta cr ckkert mál’. Stíl- mennirnir mundu segja: ‘Þetta er enginn stíll’. Og listamennirnir mundu segja: ‘Þetta er engin list’. Og svo segir mammagagga: ‘Á hverju cigum við að lifa, ef engin bók kemur út í fjögur ár?’“ En hér tjóaði hvorki nauð né nú. Hann Gvuð sat fastur við sinn keip, og Sobbcggi afi lagði andvarp- andi handritið af nýju bókinni sinni niður í skúffu, greip skjálfandi hendi autt blað, og páraði tölustaf- inn 1 efst á síðuna; og 23 dögum seinna var hann búinn að semja 60 blaðsíðna frumdrög að bókinni um lillu Heggu. Nú var Sobbeggi afi mjög glað- ur, og eftir hæfilega hvíld ætlar hann að byrja á hrcinskriftinni á bókinni. En þá byrja fyrst vandræð- in fvrir alvöru: Hann finnur ekki eitt einasta orð, sem passar í þcssa bók. Hann rissar orð og setningar, og strikar allt jafnótt út aftur. Og nú hefst átakan- legur skclfingartími fyrir Sobbeggi afa. Hann neytit allra hugsanlegra bragða til að koma sér niður á hæfilegt orðfæri. Hann fer í langar gönguferðir, blust- ar á tal vina sinna, rær við skrifborðið, gónir út í ioftið, gerir sig í framan eins og H. C. Andersen, Heinricb Heine eða Snorra Sturluson, gengur um gólf, syngur hástöfum „Víst ertu Jesús kóngur klár“, leggst út af og fær sér blund, og skipar sálinni í sér að hafa nú „góðu orðin“ til þegar hann vakni — allt árangurslaust. Svo loksins, þegar hann er orðinn vita heilsulaus og örvilnaður, sannfærður um að hann hafi alveg tapað skáldgáfunni, og farinn sterkt að ráðgcra að fara í vegavinnu næsta sumar — þá kcnt- ur hjálpin. Bczt sem hann stendur dag einn inni í ,,unnskiptingsstofunni“ hjá sér, og hefur rennt nið- ur ytri buxunum til að rannsaka þrotahnúð grun- samlegan á vinstra læri, hvort vera kunni beinbrabbi, ávarpar Guð hann í annað sinn, nú rnildur í máli: „Gerðu eins og litla manneskjan þegar hún var lítil sér.“ Sem í hálfgildings draumi kastar Sobbeggi afi af sér ytri fötum, leggst niður og tekur að vafra um gólfið á nærbrókinni á fjórum fótum eins og blautt kornabam. Mammagagga kemur að, skipar manni sínum, full blöskmnar, að hætta þessum „djöfuls asnalátum" og hugsa um brókina sína, en hann hefur þá alveg misst málið og getur aðeins hjalað, da da da-a-a. Vesalings Mammagagga heldur að nú hafi „þessi bölvuð skiudda" loksins gert mann sinn alveg brjálaðan, og flýr fram í eldhús. En Sobbeggi afi heldur áfram að hjala og vafra um gólfið á nær- brókinni sinni. Lengi ve! virðist ekkert ætla úr að rakna, og örvæntingin er að yfirbuga vesalings Sob- beggi afa á ný. En þá — þá gerist loks undrið: „Allt í einu og fyrirboðalaust glömpuðu fyrstu orðin og tónn allrar bókarinnar eins og himneskt ljós inn í höfuðið hans og allt hjartað í honurn, svo afskaplega einföld, svo barnslega blátt áfram, rétt eins og hann Gvuð hefði stílað þau fyrir hann: Litla stúlkan, sem hann Gvuð hefur beðið gamla mann- inn að segja frá.......... „Ringen er sluttet", bókin bítur í sinn eigin sporð. — Ekki er trútt um að ég sé dálítið undrandi yfir hve hljótt hefur verið um þessa einstæðu bók, síðan hún kom út. Og þó skil ég það í aðra röndina. Ég býst ekki við að nokkur núlifandi rithöfundur okkar sé /slenzkum lesendum raunvemlega eins hjartfólg- inn og Þórbergur Þórðarson. Enginn er eins líkur verkum sínum, cnginn er cins sí-mannlegur, cnginn gefur sjálfan sig cins taumlaust og þessi margslungni, rammíslenzki, barnslegi spekingur og satyr. En við gerunt líka til hans hærri kröfur en annarra nianna, og tökunt alltaf hvcrri nýrri bók hans með nokkurri

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.