Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Síða 5

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Síða 5
4. HEFTI II. ÁRG. ÁRSLOK 1957 Bís. 147 Forspjall 150 Chaucer: Sagan um hanann. Helgi Hálfdanarson þýddi 155 Halldór Kiljan Laxness: Er gagns- laust basl að vilja vera þjóð? 158 Sigurður Nordal: Alsnjóa 162 Vilja Danir afhenda handritin? 168 Kristján Karlsson: Geoffrey Chaucer 172 Karl Strand: Alkohól 190 Undir skilningstrénu 191 Bókmenntir eftir Pétur Benedikts- son, Sigurð Líndal og Kristján Karlsson 202 Listir eftir Jón Engilberts og og Ragnar Jónsson RITSTJÓRN: Tómas Guðmundsson Ragnar Jónsson ábm. Kristján Karlsson Jóhannes Nordal VERÖLDIN er ekki réttarríki, og í alþjóða- málum er því fallvalt að treysta vernd laga og réttar. Engu að síður eru smáþjóðir heimsins ekki með öllu ofurseldar náð og miskunn voldugra nágranna, og kemur þar einkum tvennt til. Annars vegar hafa þær á friðartímum skjól af valdajafnvægi stórveld- anna, sem hvert um sig reynir að hindra ásælni og vfirgang annars, en skerist í odda milli þeirra, er sú vörn fljótt úr sögunni. Hins vegar hafa stjórnmálakenningar um sjálfsákvörðunarrétt og lýðræði átt drjúgan þátt í að skapa almenningsálit í heiminum, sem þokað hefur fram til sigurs kröfum fjölda þjóða um frelsi og sjálfdæmi í eigin málum. Á þeim vettvangi hafa smáþjóðir þráfaldlega sótt rétt sinn á hendur sér miklu voldugri þjóðum. Utanríkisstefna þeirra verður því að grundvallast á þeirri meginhugsjón að efla réttlæti í alþjóðaviðskiptum og virðingu fyrir frelsi og sjálfsákvörðunarrétti annarra. ÍSLENDINGAR mega minnast þess, hve mjög þeir eiga sigra sína í sjálfstæðisbarátt- unni að þakka þessari þróun í réttlætis- vitund umheimsins og þeirrar þjóðar, sem

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.