Árbók skálda - 01.12.1955, Síða 12
10
Það var að stytta upp! Loftið var mettað sterkum keim af
rakri mold og gróðri. Og vornálin, sem hafði leynzt í gulnaðri
sinunni var orðin iðjagrænt, safaríkt gras hjúpað glitrandi
úðavef í görðum borgarinnar.
Fólkið, sem hafði hímt og horft til lofts og beðið, að hann
stytti upp, var nú allt komið út á göturnar, sem spegluðu
himininn í gljáandi svörtu malbikinu. En ungi, laglegi maður-
inn gaf því engan gaum. Hvað varðaði hann um annað fólk,
þegar stúlkan hans beið hans. Hvað varðaði hann um gaml-
ar konur, sem komast ekki óstuddar. Og hann smaug fram-
hjá fólki eins og áll í sefi. Og þarna komu tvær ungar stúlkur
og pískruðu og hlógu. En hann þaut framhjá þeim. Vildi ekki
gefa þeim gaum af því að hann var á leiðinni til vinkonu
sinnar og skipaði sér að líta ekki við. Hvað varðaði hann
urn ókunnar, ungar stúlkur, sem hlæja á götunni. Hvað varð-
aði hann um háa, kúpta rist á ókunnum fæti og ávala þétta
kálfa.
Stúlkan hans beið.
Og hanri varaði sig ekki einu sinni á bílunum, sem spýttu
forugu rigningarvatninu miskunnarlaust undan þykkum hjól-
börðunum. Svo mikið lá honum á.
Innan stundar stóð hann í forstofunni hjá stúlkunni sinni
og beið. Móðir hennar hafði boðið honum inn í stofu, meðan
hún væri að búa sig, en hann hafði afþakkað.
Nei takk, það tekur því varla. Þakka yður fyrir.
Og hann stóð í forstofunni og hélt á hattinum og beið.
Fyrir innan heyrði hann umgang, og það gerði hann óró-
legan og hálf-sneyptan.
Hann reyndi að festa hugann við eitthvað annað og góndi
til skiptis á forstofulampann eða hattana og loðkápumar á
snagabrettinu.
Þetta kvenfólk, hugsaði hann, alltaf er það jafn-lengi að
búa sig. Hún hefði nú vel getað verið tilbúin þegar hann
kæmi, en svo þarf maður að bíða þennan eilífðartíma. Hann