Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 39
37
Hún þrífur vatnsslönguna og sprautar á Ásbjörn, en hann
forðar sér út.
Sumarið er brátt á enda, og hann hefur veitt því athygli,
að sólin er farin að setjast í vestri. Hann hefur sagt upp her-
berginu. Hann hefur ekki lengur ást á þessum blettum eða
þessum litlu húsum hér í kring. Þau eru orðin honum ókunn
og fjarlæg. Meira að segja á þjóðveginum er annarlegur
blær. lóna er orðin kaþólsk, og hann er sannfærður um, að
það sé rétt. Hann hefur líka frétt, að hún sjáist oft í kaþólsku
kirkjunni og sé staðráðin í því að ganga í klaustur. Enda hef-
ur hún ekki sézt með karlmönnum. Og nú stendur hann hér
seinasta morguninn á kolli sínum og horfir á gluggann hennar
Jónu í kveðjuskyni og sér gluggatjöldin hennar bærast fyrir
haustgolunni. Hann horfir líka á útidyrnar hennar og á tröpp-
urnar. Og allt kemur þetta honum ókunnuglega fyrir sjónir.
Vertu sæl, Jóna mín, segir hann f hálfum hljóðum, það er
sorglegt, að þú skulir vera á leiðinni í klaustur. Við verðum
bæði einmana um alla framtíð, vertu sæl, vertu sæl .... Hon-
um finnst örlög þeirra vera ráðin. Og hann horfir til himins
eins og þar sé lausn og band örlaganna.
Sólin brýzt út úr skýjunum. Þjóðvegurinn er þvalur eftir
næturdöggina. Það er óvanalega hljótt. Ekki kvik á nokkru
strái. Stakir fuglar fljúga á víð og dreif, því að enn eru far-
fuglarnir ekki teknir að hópa sig saman. Langt í fjarska
hneggjar einmana hestur.
Útidyrnar eru snögglega opnaðar, en lokað samstundis aft-
ur. Brezkur herflokkur fer eftir þjóðveginum. Hann stefnir út
úr borginni. Hermennimir hafa allir uppi byssur og byssu-
stingi. Á herðunum bera þeir grænar regnslæður. Liðsfor-
ingjamir, undirforingjamir, undirundirforingjamir og undir-
undimndirforingjamir hafa sett upp þessi sérstöku andlit, sem
eiga að gefa til kynna, að hermenn séu ekkert blávatn.
Þegar herflokkurinn er kominn alllangt frá húsunum, opnast
dyrnar aftur og út kemur sjálfur Benton, margra bama faðir
frá London, hershöfðinginn með jámandlitið. Jóna stendur í