Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 62
60
að við krónu á buxur og krónu á jakka og tvær krónur á
samfesting. Klukkan sex er talan komin upp í 2,350 krónur, og
tíu mínútum síðar kemur flokkur úr Skerjafirði með rösklega
200 krónur í buxum.
Þá hefst lokaspretturinn, og á áttunda tímanum verðum við
að senda helming sjálfboðaliðanna heim, því að þeir komast
ekki fyrir í skrifstofunni fyrir fatnaði. Þá er haugurinn á gólf-
inu búinn að færa annan símann í kaf og það er með herkju-
brögðum hægt að komast að hinum, og það eru fimm dugleg-
ar stúlkur og þrír röskir strákar að telja úr haugnum, og jafn-
stór hópur ber undan þeim og bindur í bagga. Það er klukku-
stundar vinna að telja og binda og klukkan er langtgengin níu
áður en síðasti bagginn er kominn niður í anddyrið, en þá
er söfnuninni farsællega lokið, og safnast hafa 1,488 buxur
og 1,027 jakkar og 242 samfestingar, og það gerir 2,999 krón-
ur miðið við krónu á buxur og jakka og tvær krónur á sam-
festing, og ég á jakka heima, sem ég ætla af vissum ástæðum
að láta fljóta með, og þá sé ég ekki betur en þetta séu 3,000
krónur sléttar.
Ég þarf ekki að lýsa því hvernig Ingi er á svipinn þegar
við höldum heimleiðis þetta sunnudagskvöld, nema hvað
hann minnir mig kannski mest á myndina, sem hangir í
stofunni eins kunningja míns, og sem er af dauðadæmdum
bandingja, sem búið er að leiða upp á aftökupallinn, þegar
hraðboði frá kónginum kemur þeysandi á hvítum gæðingi
undan myndarammanum efst í vinstra homi veifandi náð-
unarpappírum. Ingi segir að hann standi í ævarandi þakk-
arskuld við mig fyrir hjálpina, og við því er ekkert að segja,
en verra er það þegar hann segist ætla að bjóða mér og
konunni strax í næstu viku upp á súkkulaði og pönnukökur,
því að fátt finnst mér verra en súkkulaði nema ef vera skyldi
pönnukökur, þó að konan sé vitlaus í hvortveggja.
Jæja, þannig lýkur þá þessum degi, og við Ingi komum
okkur saman um að fara með þvottinn til Gvendar í mat-
málstímanum daginn eftir, og daginn eftir þegar við förum