Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 85

Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 85
83 sezt á lúgukarminn. Það er stjörnubjört nótt, blankalogn og dauðaþögn, nema það marrar lágt í viðjum bátsins og sjór- inn hjalar án afláts við byrðinginn, líkt og hafið hvísli leynd- armálum, voveiflegum þessa nótt, því að báturinn gamli styn- ur þungan, og temað í öldugjálfrinu ber keim af bamsekka. Á austurhimninum skín undarlega skær stjarna, sem dreng- urinn minnist ekki að hafa séð fyrr, og utan af blásvörtu haf- inu, frá öðrum bát, sem hann getur rétt eygt rauð toppljósin á, berst lagið við fiskimannaljóðið frá Kaprí, Bella Bella María, — róa sjómenn til fiskjar, — stef og stef á stangli. Kristrún á Höfða stendur berfætt á hvítum náttserk við litla gluggann í húsinu uppi á höfðanum og horfir hugsi út á speg- ilsléttan hafflötinn. Um þetta leyti nætur er hún venjulega gengin til náða, en þessa nótt getur hún ekki fest svefn. 1 dag urðu þáttaskil í lífi hennar; í dag lagði hún síðustu hönd á uppeldi sonar síns, og Jökull, hinn trausti formaður, myndi sjá um næsta þáttinn. „Fimmtán ár," hvíslaði hún. Það var langur tími, en þó svo stuttur, þegar litið var til baka. Fimmtán ár síðan hún kom til þessa þorps, frægur kvenkostur og ættstór frá ríkum bæ í öðrum landsfjórðungi, hlaupin að heiman og gift Magnúsi formanni í blóra við for- eldra og venzlamenn, svarteygð, ung kona, dul og einræn, sem engin skipti vildi hafa af þorpsbúum. Svona nokkuð kann ekki góðri lukku að stýra, hafði gamla fólkið sagt, þegar það heyrði sögu hennar — og það kom á daginn, ekki svo að skilja, að gamalt fólk hafi ætíð rétt fyrir sér, heldur vegna hins, að hlutir gera yfirleitt annað tveggja, fara vel eða illa. Unga konan var orðin ekkja eftir árið og byrjaði að vinna á fiskplönunum sem óbreytt verkakona. Fegurð hennar hafði frá fyrstu tíð verið karlmönnum þorps- ins ærið umhugsunarefni og konunum að sama skapi mikið' áhyggjuefni, og ekki bætti stolt hennar úr skák, en nú, þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.