Árbók skálda - 01.12.1955, Qupperneq 85
83
sezt á lúgukarminn. Það er stjörnubjört nótt, blankalogn og
dauðaþögn, nema það marrar lágt í viðjum bátsins og sjór-
inn hjalar án afláts við byrðinginn, líkt og hafið hvísli leynd-
armálum, voveiflegum þessa nótt, því að báturinn gamli styn-
ur þungan, og temað í öldugjálfrinu ber keim af bamsekka.
Á austurhimninum skín undarlega skær stjarna, sem dreng-
urinn minnist ekki að hafa séð fyrr, og utan af blásvörtu haf-
inu, frá öðrum bát, sem hann getur rétt eygt rauð toppljósin
á, berst lagið við fiskimannaljóðið frá Kaprí, Bella Bella María,
— róa sjómenn til fiskjar, — stef og stef á stangli.
Kristrún á Höfða stendur berfætt á hvítum náttserk við litla
gluggann í húsinu uppi á höfðanum og horfir hugsi út á speg-
ilsléttan hafflötinn. Um þetta leyti nætur er hún venjulega
gengin til náða, en þessa nótt getur hún ekki fest svefn. 1 dag
urðu þáttaskil í lífi hennar; í dag lagði hún síðustu hönd á
uppeldi sonar síns, og Jökull, hinn trausti formaður, myndi
sjá um næsta þáttinn.
„Fimmtán ár," hvíslaði hún.
Það var langur tími, en þó svo stuttur, þegar litið var til
baka. Fimmtán ár síðan hún kom til þessa þorps, frægur
kvenkostur og ættstór frá ríkum bæ í öðrum landsfjórðungi,
hlaupin að heiman og gift Magnúsi formanni í blóra við for-
eldra og venzlamenn, svarteygð, ung kona, dul og einræn,
sem engin skipti vildi hafa af þorpsbúum.
Svona nokkuð kann ekki góðri lukku að stýra, hafði gamla
fólkið sagt, þegar það heyrði sögu hennar — og það kom á
daginn, ekki svo að skilja, að gamalt fólk hafi ætíð rétt fyrir
sér, heldur vegna hins, að hlutir gera yfirleitt annað tveggja,
fara vel eða illa. Unga konan var orðin ekkja eftir árið og
byrjaði að vinna á fiskplönunum sem óbreytt verkakona.
Fegurð hennar hafði frá fyrstu tíð verið karlmönnum þorps-
ins ærið umhugsunarefni og konunum að sama skapi mikið'
áhyggjuefni, og ekki bætti stolt hennar úr skák, en nú, þegar