Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 130

Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 130
128 Á undan eru gengnar miklar ráðstefnur heima, eins og verið sé að ráða stórmáli til lykta. Ef til vill er það svo. Það munar um hvern munninn að fæða. Hins vegar er faðir minn á leið í atvinnuleit á fjarlægt landshom, og móðir mín kysi gjaman að hafa mig, sem elztur er, hjá sér til halds og trausts. En ég tek sjálfur af skarið: Ég vil vinna fyrir mat mínum um sumarið. Mér er þegar ljóst, hvað það gildir. Mér er heilsað af geltandi hundi, sem kemur á móti mér alla leið út að hliðinu, virðir mig vel fyrir sér, eins og hann sé að athuga, hvort hann eigi að hleypa mér irm fyrir. 1 fyrstu verður mér ekki um sel, kaupstaðardrengnum með öllu óvönum skepnum, en brátt skilst mér á einhvem óvitaðan hátt, að hundurinn sé ungur eins og ég og leikur meira en alvara í háttum hans, enda er hann lagztur á maga og tek- inn að hálfgjamma. Ég opna hliðið með gát, hef ekki augun af hvutta, hnika mér inn fyrir fet fyrir fet. Þetta er ungur hundur, miðlungi stór, loðinn með hvítar tær. Ekki skal það spyrjast, að ég renni af hólmi fyrir einum hundi fyrr en í fulla 'hnefana. Slíkt gera ekki drengir, sem fara að heiman til sumardvalar sem vaxnir væru. Hvutti liggur á maganum og sperrir eyrun. Ég geng að honum, leggst á annað hnéð fyrir framan hann, hef ekki af honum augun. Og fyrr en varir er hann oltinn um hrygg, rís síðan söngglega á fætur og hleypur til bæjar; stanzar þó miðja vega og gáir, manar mig til fylgdar. Ég læt þá ekki standa á mér. Upp frá þessu erum við Lappi vinir. En konan í kotinu hefur nú orðið þess vör, hvað í efni er. Hún snarast út úr dyrunum, hálfhleypur á móti mér, ung kona og létt á fæti, eins og álfamær úr sögu. Hún byrjar á að af- saka hundinn, þetta sé hvolpur, óttalegur glanni og mesta aulakerti enn þá. Nú er hvutti lagztur að fótum henni, og hún mælir til hans ávítunarorðum, eins og hún sé að siða eftirlætiskrakka. Síðan réttir hún mér höndina, sleppir minni ekki aftur, heldur leiðir mig til bæjar. Upp frá því hverfur mér allur geigur, og þessi unga kona gengur næst móður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.