Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 50
48
flýtcr sér, eða kannski var það athygli hans sjálfs, sem hafði
skerpzt.
Hér var bersýnilega ekki um neinn misskilning að ræða
eða það, að hann væri tekinn fyrir einhvern annan en hann
var. En orsök þessa fjandskapar var ennþá jafn dularfull og
óskiljanleg. Var það einhver einstakur einn eða hópur manna,
sem gekk á milli fólks og rægði hann og spillti mannorði
hans, eða var það fólkið sjálft, sem hataði hann af hreinni
eðlishvöt, einungis vegna þess að hann var yfir það hafinn
og stóð því framar að andlegu atgervi og menntun?
Eftir á fannst honum það furðulegt að sér skyldi ekki detta
fyrr í hug jafn augljós staðreynd og sú, að menn öfunduðu
hann af gáfum hans og sátu á svikráðum við hann þess
vegna.
Hann kenndi það lítillæti sínu og gamalgróinni vanmeta-
kennd, en hann var nú varari um sig en áður og fór aldrei
langt frá bústað sínum. Hann hætti að borða á matsölustöð-
um, en keypti gerilsneydda mjólk og niðursuðuvöru og borð-
aði uppi á herbergi. Hinumegin við götuna var trjágarður
með tilbúinni tjörn fyrir endur og bekkjum í kring, og uppi á
hól fyrir ofan garðinn stóð múrsteinaturn frá miðöldum. Það
var þegar hann var á gangi uppi við turninn, að þeir gerðu
fyrstu tilraunina til að ráða hann af dögum. Það var múr-
steinn sem átti að falla í höfuðið á honum, en geigaði um
tvo metra og splundraðist þar á hellu. Það var líka sólskin
þennan dag og hafði ekki rignt í mánuð, og það var þá, sem
hann keypti hnífinn.
Hann vissi að þeir héldu uppi njósnum kring um húsið og
hélt sig inni við.
Það var alltaf sólskin og hann lifði á því, sem hann átti
eftir af niðursuðuvörum og vatni. En svo hætti hann að langa
í mat, og þá eyddi hann deginum og stundum nóttinni líka
í það að brýna hnífinn á veggnum. Þetta var steinveggur og
á einu stað hafði málningin dottið af múrnum. Það var blett-