Árbók skálda - 01.12.1955, Síða 36
34
af því að sjá bollann, sem hann rétti henni. Bollinn hafði auð-
sjáanlega verið mikið notaður, en ekki verið þveginn í marga
mánuði og var þess vegna farinn að barka að innan.
Er eitthvað að þér, Jóna mín? spyr hann.
Mér er svo flökurt, Ásbjörn, ég verð að fara. Hún leggur
flöskuna frá sér, stendur upp, tekur kápuna sína og er óðara
horfin út úr dyrunum. Ekkert virðist geta stöðvað hana. Ás-
björn horfir á eftir henni vonsvikinn. Hann getur ekkert sagt.
Næstu daga á eftir forðast hún hann og hættir meira að
segja að heilsa honum á förnum vegi. Hann fer að hugsa
um það, hverju framkoma hennar sæti. Hann vissi ekki til', að
hann hefði gert neitt á hluta hennar. Hann verður óánægður
með lífið og það er ekki laust við, að hann verði önuglyndur
og jafnvel fúll við fólk, sem ekkert hefur gert á hluta hans.
Hann hættir meira að segja að hugleiða íslenzka sólarlagið,
sem hann sjálfur hafði uppgötvað.
Einn morgun, nokkrum vikum síðar, uppgötvar hann, hvers
vegna Jóna er svona afundin við hann. Hann er viss um, að
henni hefur orðið flökurt af lyktinni af skerpukjötinu, þessi
lykt, þó hann fyndi hana ekki, hefur flæmt hana í burtu frá
mér, hugsar hann upp frá þessu. Og hann verður svo hug-
fanginn af þessari uppgötvun sinni, að hann fer ósjálfrátt að
hugsa um hinn sérkennilega gang sólarinnar og ásetur sér
að eyða lyktinni úr herberginu.
Einn dag eftir hádegi gengur hann fyrir verkstjórann og
biður hann um frí úr vinnunni. Verkstjórinn vísar honum til
Bentons hershöfðingja, sem réð öllu þama við herskálabygg-
ingarnar. Ásbjörn gengur fyrir Benton hershöfðingja. Benton
situr við skrifborð sitt í einum skálanum. Hann er miðaldra,
dökkur yfirlitum, fremur hár. Andlitsdrættir hans er skarpir
og kaldir eins og á flestum hershöfðingjum. Benton er með
sannkallað jámandlit. Hann er margra barna faðir frá London.
Á skrifborðinu eru myndir af fjölskyldu hans. Benton skilur
dálítið í íslenzku. Hann leyfir Ásbimi að fara úr vinnunni í
þetta sinn, en segir honum að slíkt fáist ekki aftur.