Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 127

Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 127
125 fram á ganginn. Það var dauðaþögn í húsinu. Júlíus fann þrekinn líkama skrifstofustjórans við líkama sinn, eitt andar- tak snertu varir hans vanga Júlíusar. Það fór ónotahrollur um piltinn. — Niðri við dyr vogaði hann sér að spyrja: — Ég má kannski tala við yður einhvern tíma seinna? Ef eitthvað skyldi losna hjá ykkur. — Ég fer og ég kem, sagði skrifstofustjórinn brosandi. Ég kem og ég fer. Þú verður látinn vita, þegar þinn tími kemur. Úti var komið rökkur, og fáir sáust á ferli. Júlíus gekk heimleiðis og þræddi fáfarnar götur, til að enginn kæmi auga á hann: Hann óttaðist fólk, að mæta því og finna framandi augnatillit þess á sér. Honum fannst hann vera nakinn. Hvað er ég annað en rekald, hugsaði hann með sjálfum sér. Hvað er ég annað en máttlaust helvítis rekald. Hann var gripinn heift gegn öllu og öllum og umfram allt gegn sjálfum sér, og hann snökti hátt af reiði eins og óþekkur krakki. Hann læddist upp í herbergi sitt til að húsráðendur yrðu hans ekki varir: Hann átti ógreidda húsaleigu. Þar var allt á rúi og stúi, enda hafði hann ekki hirt um tiltektir lengi. Hann opnaði glugga til að viðra út. Það var þykkur bunki af gulum örkum, sumum þéttskrifuð- um, og hann settist niður að lesa þetta. Þetta hafði hann skrif- að í vetur, á þessum kynlega, löngu liðna vetri. Hér voru draumar hans og þrár skráðar skýrt og skilmerkilega á stór- ar, gular pappírsarkir. Og Júlíus fann sem aldrei fyrr, að allt var þetta dautt, — það var lygi, ekki síður en dagurinn, sem nú var að líða, var lygi og blekking ein. Hann var gripinn andstyggð, þeytti blöðunum í allar áttir og æpti: lygi, hel- vítis lygi. Salernið var lítið og óþrifalegt. Hann staulaðist þangað fram og spjó, spjó, spjó: spjó andstyggð sinni á öllu þessu. Úti var orðið alrokkið, nótt. Það var að hvessa, vindurinn feykti skarni eftir mannauðum götum. Með kvöldinu hafði þykknað í lofti, og nú féllu fyrstu regndropamir til jarðar. 1 rökkrinu tók herbergi Júlíusar að lifa sérstæðu lífi. Vindurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.