Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 127
125
fram á ganginn. Það var dauðaþögn í húsinu. Júlíus fann
þrekinn líkama skrifstofustjórans við líkama sinn, eitt andar-
tak snertu varir hans vanga Júlíusar. Það fór ónotahrollur um
piltinn. — Niðri við dyr vogaði hann sér að spyrja:
— Ég má kannski tala við yður einhvern tíma seinna? Ef
eitthvað skyldi losna hjá ykkur.
— Ég fer og ég kem, sagði skrifstofustjórinn brosandi. Ég
kem og ég fer. Þú verður látinn vita, þegar þinn tími kemur.
Úti var komið rökkur, og fáir sáust á ferli. Júlíus gekk
heimleiðis og þræddi fáfarnar götur, til að enginn kæmi auga
á hann: Hann óttaðist fólk, að mæta því og finna framandi
augnatillit þess á sér. Honum fannst hann vera nakinn.
Hvað er ég annað en rekald, hugsaði hann með sjálfum
sér. Hvað er ég annað en máttlaust helvítis rekald. Hann var
gripinn heift gegn öllu og öllum og umfram allt gegn sjálfum
sér, og hann snökti hátt af reiði eins og óþekkur krakki.
Hann læddist upp í herbergi sitt til að húsráðendur yrðu
hans ekki varir: Hann átti ógreidda húsaleigu. Þar var allt
á rúi og stúi, enda hafði hann ekki hirt um tiltektir lengi.
Hann opnaði glugga til að viðra út.
Það var þykkur bunki af gulum örkum, sumum þéttskrifuð-
um, og hann settist niður að lesa þetta. Þetta hafði hann skrif-
að í vetur, á þessum kynlega, löngu liðna vetri. Hér voru
draumar hans og þrár skráðar skýrt og skilmerkilega á stór-
ar, gular pappírsarkir. Og Júlíus fann sem aldrei fyrr, að allt
var þetta dautt, — það var lygi, ekki síður en dagurinn, sem
nú var að líða, var lygi og blekking ein. Hann var gripinn
andstyggð, þeytti blöðunum í allar áttir og æpti: lygi, hel-
vítis lygi.
Salernið var lítið og óþrifalegt. Hann staulaðist þangað
fram og spjó, spjó, spjó: spjó andstyggð sinni á öllu þessu.
Úti var orðið alrokkið, nótt. Það var að hvessa, vindurinn
feykti skarni eftir mannauðum götum. Með kvöldinu hafði
þykknað í lofti, og nú féllu fyrstu regndropamir til jarðar. 1
rökkrinu tók herbergi Júlíusar að lifa sérstæðu lífi. Vindurinn