Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 88

Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 88
86 hans, en hendur hans og handleggir, flakandi í brunasórum undan marglittunni, leita jafnskjótt aftur í möskvona. Þetta er eldskím hans — hann verður að standa sig, hann skal, skal. Hann lætur sig engu varða þórdrunur og hákarlsugga, skynjar ekkert nema net og aftur net, þau hraukast upp fyrir augum hans, og af ótrúlegu harðfylgi heldur hann áfram að draga þau aftur fyrir stýrishúsið. Skyndilega þagnar spilvindan. Drengurinn lítur upp. Það er skollið á stórviðri með úrhellisrigningu og haugasjó. Þrjár eldingar í striklotu lýsa upp bátinn, og í bjarmanum sér hann lökul hlaupa með reidda exi fram á stefni, þar sem netatross- an er að sliga bátinn í kaf. Brestur kveður við, trossan tætist sundur, og um leið verður drengurinn var við, að ógnþmngið ferlíki grúfir sig yfir bátinn á stjómborða — brotsjór. Hann bíður ekki boðanna og fleygir sér inn í stýrishúsið. Hann heyrir kokkinn öskra, brothljóð í tréverki og afturmastrið steyp- ist útbyrðis. „Drengurinn," heyrir hann svo Jökul öskra ham- stola, „tók hann út líka?" I sömu svipan ryðjast þeir inn í stýrishúsið, formaðurinn og Líkafrón. Jökull þrífur drenginn í fangið, sætir lagi í skjóli við stýrishúsið, hleypur síðan með hann fram að lúkamum, skipar Líkafrón að fara með hann ofan í lúkarinn, loka að þeim og drepa í kabyssunni. Vélamaðurinn ræðst að kabyssunni og hefur rétt lokið við að drepa í henni, þegar annar brotsjór tröllríður bátnum og brothljóðin ofan af dekkinu berast niður til þeirra. Skömmu síðar er lúkarshurðin lamin utan og síðan brotin inn, áður en þeim vinnst tími til að opna. Jökull stendur þar blóðugur í storminum með lífbelti í fanginu og hrópar eitthvað til þeirra, en orð hans kafna í veðurgnýnum. Um leið ríður annar sjór yfir bátinn og hrífur formanninn með sér. Báturinn kastast á hliðina, og sjórinn fossar ofan í lúkarinn. Þegar drengurinn kemur til sjálfs sín, er hann kominn upp í mitt frammastrið og hefur flækt þar fótunum í víra og stög, heldur sér dauðahaldi í hriktandi mastrið. Báturinn er útlits eins og eftir loftárás, ekkert uppistandandi ofanþilja nema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.