Árbók skálda - 01.12.1955, Side 88
86
hans, en hendur hans og handleggir, flakandi í brunasórum
undan marglittunni, leita jafnskjótt aftur í möskvona. Þetta
er eldskím hans — hann verður að standa sig, hann skal,
skal. Hann lætur sig engu varða þórdrunur og hákarlsugga,
skynjar ekkert nema net og aftur net, þau hraukast upp fyrir
augum hans, og af ótrúlegu harðfylgi heldur hann áfram að
draga þau aftur fyrir stýrishúsið.
Skyndilega þagnar spilvindan. Drengurinn lítur upp. Það
er skollið á stórviðri með úrhellisrigningu og haugasjó. Þrjár
eldingar í striklotu lýsa upp bátinn, og í bjarmanum sér hann
lökul hlaupa með reidda exi fram á stefni, þar sem netatross-
an er að sliga bátinn í kaf. Brestur kveður við, trossan tætist
sundur, og um leið verður drengurinn var við, að ógnþmngið
ferlíki grúfir sig yfir bátinn á stjómborða — brotsjór. Hann
bíður ekki boðanna og fleygir sér inn í stýrishúsið. Hann
heyrir kokkinn öskra, brothljóð í tréverki og afturmastrið steyp-
ist útbyrðis. „Drengurinn," heyrir hann svo Jökul öskra ham-
stola, „tók hann út líka?" I sömu svipan ryðjast þeir inn í
stýrishúsið, formaðurinn og Líkafrón. Jökull þrífur drenginn í
fangið, sætir lagi í skjóli við stýrishúsið, hleypur síðan með
hann fram að lúkamum, skipar Líkafrón að fara með hann
ofan í lúkarinn, loka að þeim og drepa í kabyssunni.
Vélamaðurinn ræðst að kabyssunni og hefur rétt lokið við
að drepa í henni, þegar annar brotsjór tröllríður bátnum og
brothljóðin ofan af dekkinu berast niður til þeirra. Skömmu
síðar er lúkarshurðin lamin utan og síðan brotin inn, áður
en þeim vinnst tími til að opna. Jökull stendur þar blóðugur
í storminum með lífbelti í fanginu og hrópar eitthvað til þeirra,
en orð hans kafna í veðurgnýnum. Um leið ríður annar sjór
yfir bátinn og hrífur formanninn með sér. Báturinn kastast á
hliðina, og sjórinn fossar ofan í lúkarinn.
Þegar drengurinn kemur til sjálfs sín, er hann kominn upp
í mitt frammastrið og hefur flækt þar fótunum í víra og stög,
heldur sér dauðahaldi í hriktandi mastrið. Báturinn er útlits
eins og eftir loftárás, ekkert uppistandandi ofanþilja nema