Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 87
85
Kristrún lét aftur gluggann og gekk til náða; veikt bros lék
um varir hennar — í fyrsta sinn í mörg ár.
Drengurinn lítur á klukkuna. Það er kominn tími til að ræsa.
Hann rís á fætur og veitir því nú athygli, að austurhiminninn
hefur breytt um lit og tröllauknir, sótsvartir skýhnoðrar steyp-
ast þar hver um annan þveran. Hann heyrir þyt og lítur upp.
Fylking hvítra sjófugla flýgur yfir bátinn, fer geyst, með stefnu
á land, og djúpt í heimsvíðáttunni hrapar stjama í stórum
boga. Öldutoppamir klappa ekki lengur bátnum eins og ör-
smáar bamshendur, byrðingurinn er laminn heiftúðlega utan,
og römm sjávarselta berst að vitum drengsins; vindhviða tog-
ar í úlpuna hans, báturinn hallast, og ljóskerið slæst við
mastrið. Hann lítur í kringum sig, áður en hann hverfur undir
þiljur, hann sér hvergi til lands.
Jökull formaður rís upp við dogg og leggur við hlustimar.
Hver vindhviðan annarri snarpari skellur nú á bátnum. „Hann
er að hvessa!" Formaðurinn snarast yfir kojustokkinn og stjak-
ar við kokknum og vélamanninum. „Við verðum að draga
strax."
„Hákarl!"
Jökull innbyrðir netin sundurtætt á margra metra færi. Og
brátt koma þeir auga á þennan óaldarlýð hafsins; það er
krökkt af honum í sælöðrinu kringum bátinn. Ljóskerið slæst
við mastrið og brotnar og glerbrotunum rignir yfir Líkafrón.
Báturinn er farinn að taka stórar dýfur. Afturendinn rís upp
leiftursnöggt, hærra — hærra, sveiflast nokkur andartök hátt
yfir særótinu, hrapar svo hljóðlaust eins og gegnum lofttómt
rúm, lýstur hafflötinn með þungum skell — og sjórirm rís upp
eins og veggur úr grænu seigfljótandi gleri. Báturinn. skelfur
sem fársjúk skepna, og sædrífan steypist látlaust yfir menn-
ina. Drengurinn fær nístandi kvalir fyrir bringspalimar, kikn-
ar í hnjáliðunum, fellur á fjóra fætur og spýr í marglittu-
hlaupið og salta froðuna; köldum svita slær út um líkama