Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 72
70
veldlega aí stað; hægt í fyrstu og með nokkrum rykkjum, en
eykur ferðina og á kafla þurfum við ekki að ýta.
Það var hlegið að þér, þegar þú komst til kirkjunnar á jóla-
daginn og ókst bifreið þinni á sokkaleistunum til þess þú værir
nákvæmur á inngjöfinni. Það er stundum hlegið að mönnum
eins og þér; fyrir að vera sérlundaðir og fara ekki að hlut-
unum eins og fjöldinn, en þið bjargizt betur en aðrir þrátt
fyrir allt.
Það er dálítið hall í brekkunni áður en brattasti kaflinn
hefst. Vegurinn er næstum láréttur þama og við stönzum til
að hvíla okkur.
Þú varst afar ókyrr undir messu, gamli maður. Þú hefðir
hlustað öðruvísi á aðrar ræður, en presturinn talaði um krafta-
verkin og þegar hann minntist á vatnið, þá kipptist þú til og
ræsktir þig. Það var tilbreyting í þessu og margir litu til þín.
Og alltaf þegar presturinn minntist á vatnið, lífsins vatn og
vatn og vín og allt nema vatn, sem rennur upp í móti, riðu
orðin á þér yfirþyrmandi og dapurleg. Fólk varð mjög undr-
andi á framferði þínu. Það hafði ekki búizt við þú kynnir þig
ekki í kirkju. Þú hljópst í bæinn strax og messunni lauk og
baðst um heitt vatn af því væri frosið á kælinum. Þú hafðir
gleymt að láta renna af honum áður en þú hlýddir messu.
Og þú fékkst kaffivatn sóknarbarnanna til að bræða ísinn.
Við stöndum á hallinu og blásum mæðinni. Lárviðarbónd-
inn fer fram í stýrishúsið og meðan hann er í burtu höllum
við okkur að ækinu. Við erum hættir að vera móðir og horfum
yfir dalinn fyrir neðan og ána undir hlíðinni hinum megin.
Nýi vegurixm er moldbrúnn og þurr, og jarðvegurinn opinn og
uppmokaður til hliðanna.
— Ég get ekki opnað hana, segir hann þegar hann kemur.
Við horfum á flöskuna og enginn segir neitt.
Þeir sögðu þú hefðir drukkið, unz þú gazt ekki meira og allt
vín var uppurið í næstu hreppum, eftir að þú sundreiðst álinn
framundan bænum og börnin þín og konan horfðu á þig með-