Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 120
118
hendinni, og leit undrandi á hana. Andartak var svipur henn-
ar bjartur og lýsandi, en snögglega var sem eitthvað færi úr
skorðum, og yfir andlit hennar lagðist köld og dauð gríma.
Á meðan þetta gerðist, hafði tíminn staðið kyrr og verið
sem strengdur þráður. En nú, einmitt á þessari stund, fannst
honum mildur friður hvíla yfir öllu. Hægt og hljóðlega í djúpu,
hlýju myrkri, var sem eitthvað rynni af stað að nýju. Og
þessi dimmi straumur fyllti huga hans einlægu þakklæti og
sárri m,eðaumkun. Þess vegna stóð hann á fætur, gekk til
hennar, og sagði eins blítt og hann gat:
— Ég skal skila flöskunni fyrir þig, fyrst hún er tóm.
Og hann seildist að borðinu, eins og hann ætlaði að gera
þetta án fleiri orða. Þá leit hún á hann, og augu hennar log-
uðu í trylltum ofsa.
— Láttu hana vera! hvæsti hún.
Hann hrökk við, og stóð náfölur fyrir framan hana.
Hún starði á hann, hann fann, að augu hennar skoðuðu
hann, þukluðu líkama hans með blygðunarlausri lítilsvirð-
ingu.
Skyndilega var sem eitthvað brysti innst inni, sár og djúpur
strengur, en í staðinn fann hann til undarlegs kulda, og upp
í huga hans kom lítill, hlæjandi djöfull, sem laut yfir skrif-
borðið hennar, og hvíslaði:
— Veiðibjalla!